Öldungaráð - Fundur nr. 70

Öldungaráð

Ár 2022, miðvikudaginn 12. október  var haldinn 70. fundur öldungaráðs Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10.04. Fundinn sátu Sara Björg Sigurðardóttir, Unnur Þöll Benediktsdóttir, Birna Hafstein, Jóhann Birgisson, Viðar Eggertsson, Ingibjörg Óskarsdóttir og Haraldur Sumarliðason. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Ingibjörg Sverrisdóttir. Einnig sat fundinn staðgengill áheyrnarfulltrúa velferðarsviðs, Þórhildur Guðrún Egilsdóttir.

Elísabet Pétursdóttir ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning velferðarsviðs Reykjavíkurborgar á þjónustuþáttum á sviði öldrunarmála. VEL22100202

    Fylgigögn

  2. Fram fer kynning á stefnu Reykjavíkurborgar um velferðartækni 2022 - 2026. VEL22060046 

    -    Kl. 11. 04 víkur Ingibjörg Sverrisdóttir af fundinum og aftengist fjarfundarbúnaði. 

    Styrmir Erlingsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Fylgigögn

  3. Lagt er til að Viðar Eggertsson verði kosinn varaformaður öldungaráðs. MSS22060068

    Samþykkt.

  4. Lögð fram umsögn öldungaráðs dags. 20. september 2022, um tillögu fjármála- og áhættustýringarsviðs dags. 22. ágúst sl., um rafræna miðlun greiðsluseðla. FAS22080009 

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 12.00

Sara Björg Sigurðardóttir Unnur Þöll Benediktsdóttir

Birna Hafstein Jóhann Birgisson

Viðar Eggertsson Ingibjörg Óskarsdóttir

Haraldur Sumarliðason

PDF útgáfa fundargerðar
70. Fundargerð öldungaráðs frá 12. október 2022.pdf