Öldungaráð - Fundur nr. 7

Öldungaráð

Ár 2015, 4. nóvember var haldinn 7. fundur öldungaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst 10.09. Fundinn sátu Guðrún Ágústsdóttir, Þórunn Sveinbjörnsdóttir, Kjartan Magnússon, Hrafn Magnússon, Sveinn Grétar Jónsson, Berglind Magnúsdóttir og Helga Kristín Hjörvar. Einnig sátu fundinn Anna Kristinsdóttir og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem var fundarritari.

Þetta gerðist:

1. Skipað var í starfshóp um heilsueflingu aldraðra. Sveinn Grétar Jónsson mun vera fulltrúi öldungaráðs í starfshópnum.

2. Berglind Magnúsdóttir skrifstofustjóri velferðasviðs og áheyrnarfulltrúi öldungarráðs sagði frá verkefninu „Aldursvænar borgir“. Opinn kynningarfundur verður haldinn 11. nóvember um verkefnið og 25. nóvember verður haldinn ráðsfundur í Ráðhúsinu þar sem óskað er eftir þátttöku 2ja fulltrúa öldungaráðs.

3. Fram fóru umræður um vettvangsferð ráðsins þann 14. október sl. Farið var í Mörkina og Furugerði. Einnig fór fram umræða og opinn fund borgarstjórnar og öldungaráðs sem haldinn var 22.09 sl. í Ráðhúsi Reykjavíkur. Ákveðið var að halda sameiginlegan fund með öldungarráði Hafnarfjarðar 9. desember í Ráðhúsi Reykjavíkur. Einnig var samþykkt að halda opinn aðalfund öldungaráðs í mars 2016.

Bókun öldungarráðs:

Öldungaráð þakkar borgarfulltrúum, embættismönnum og öllum þeim sóttu fundinn fyrir sitt innlegg og þátttöku.

4. Fram fór umræða um opinn fund stjórnkerfis- og lýðræðisráðs sem haldinn verður 16. nóvember á Hallveigarstöðum frá 17.00 -18.30.

Fundi slitið kl. 11:40

Guðrún Ágústsdóttir

Kjartan Magnússon Þórunn Sveinbjörnsdóttir

Sveinn Grétar Jónsson Hrafn Magnússon