Öldungaráð - Fundur nr. 69

Öldungaráð

Ár 2022, miðvikudaginn 14. september  var haldinn 69. fundur öldungaráðs Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10.04. Fundinn sat Sara Björg Sigurðardóttir, Unnur Þöll Benediktsdóttir, Þorkell Sigurlaugsson, Jóhann Birgisson, Viðar Eggertsson, Ingibjörg Óskarsdóttir, Haraldur Sumarliðason og Ingibjörg Ósk Guðmundsdóttir. Einnig sátu fundinn Þórhildur Guðrún Egilsdóttir og Anna Kristinsdóttir.

Elísabet Pétursdóttir ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

 1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 9. júní 2022, um kosningu í öldungaráð Reykjavíkurborgar kjörtímabilið 2022 – 2026. Sara Björg Sigurðardóttir, Unnur Þöll Benediktsdóttir og Birna Hafstein sem aðalfulltrúar. Ellen Calmon, Dagbjört Höskuldsdóttir og Þorkell Sigurlaugsson til vara. Sara Björg Sigurðardóttir var kosinn formaður. MSS22060068

  Fulltrúar Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni leggja fram svohljóðandi bókun:

  Vert er að gera athugasemd við kynjaskiptingu fulltrúa í Öldungaráði Reykjavíkurborgar 2022 - 2023. Aðalfulltrúar eru samtals níu, þar af eingöngu 3 karlar á móti 6 konum. Þar munar mestu um að aðalfulltrúar borgarstjórnar eru 3 og allir konur. Fulltrúaskipting ráðsins er þriðjungur karlar og 2/3 konur. Kynjaskiptingin nær því ekki markmiðum mannréttinda-stefnu Reykjavíkurborgar sem, ásamt Öldungaráði, heyrir undir Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar sem á að hlutast til um að unnið sé eftir stefnunni og fellur undir eftirfarandi grein Mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar, samþykkt í borgarstjórn 18. október 2016: 2.1 Reykjavíkurborg sem stjórnvald, við skipan í nefndir, stjórnir og ráð skal hafa að markmiði að hlutföll kynjanna séu sem jöfnust og ekki minna en 40% þegar um fleiri en þrjá fulltrúa er að ræða, samanber 15. grein jafnréttislaga. Jafnræði kvenna og karla skal einnig haft að leiðarljósi þegar valdir eru fulltrúar í vinnuhópa til að undirbúa stefnumótun og meiriháttar ákvarðanir.

  Fylgigögn

 2. Lagt fram bréf Korpúlfa, félag eldri borgara í Grafarvogi dags. 26. apríl 2022, um tilnefningu í öldungaráð Reykjavíkurborgar. Haraldur Sumarliðason sem aðalfulltrúi og til vara Einar Magnús Sigurbjörnsson. MSS22060165 

  Fylgigögn

 3. Lagt fram bréf Samtaka aldraðra dags. 7. september 2022, um tilnefningu í öldungaráð Reykjavíkurborgar. Jóhann Birgisson sem aðalfulltrúi og til vara Magnús Björn Brynjólfsson. MSS22060165 

  Fylgigögn

 4. Lagt fram bréf Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, dags 23. ágúst 2022, um tilnefningu í öldungaráð Reykjavíkurborgar. Ingibjörg H. Sverrisdóttir, Ingibjörg Óskarsdóttir og Viðar Eggertsson sem aðalfulltrúar. Geir A. Guðsteinsson, Kolbrún Stefánsdóttir og Halldór V. Frímannsson til vara. MSS22060165 

  Fylgigögn

 5. Lagt fram bréf velferðarsviðs dags. 8. september 2022, um tilnefningu áheyrnarfulltrúa í öldungaráð Reykjavíkurborgar. Anna Sigrún Baldursdóttir er tilnefnd sem áheyrnarfulltrúi.  MSS22060165 

  Fylgigögn

 6. Lögð fram samþykkt öldungaráðs Reykjavíkurborgar. MSS21120197

  Fylgigögn

 7. Lagt fram fundadagatal öldungaráðs 2022 – 2023. MSS22060166

  Fylgigögn

 8. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 24. ágúst 2022, þar sem óskað er umsagnar öldungaráðs um tillögu fjármála- og áhættustýringarsviðs, um að hætta að prenta út og senda greiðsluseðla á pappír. FAS22080009
  Samþykkt að formaður öldungaráðs í samráði við fulltrúa ráðsins geri umsögn í samræmi við þá umræðu sem fram hefur farið á fundinum. 

  -    Kl. 10.40 tekur Ingibjörg Sverrisdóttir sæti á fundinum með rafrænum hætti. 

  Fylgigögn

 9. Fram fer kynning á skýrslu starfshóps um sveigjanleg starfslok dags. júní 2022.

  -    Kl. 11.16 víkur Anna Kristinsdóttir af fundinum. 

  Lóa Birna Birgisdóttir og Elín Blöndal taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

  Fylgigögn

 10. Lagt fram erindisbréf stýrihóps um stefnu í félagsstarfi velferðarsviðs, dags. 10. ágúst 2022. Formaður öldungaráðs er fulltrúi í stýrihópnum. VEL22070013 

  Fylgigögn

 11. Lagt fram erindisbréf stýrihóps um mótun stefnu í málefnum eldra fólks til ársins 2026, dags. 10. ágúst 2022. Formaður öldungaráðs er fulltrúi í stýrihópnum. VEL22070013 

  Fylgigögn

Fundi slitið kl. 11.43

Sara Björg Sigurðardóttir Unnur Þöll Benediktsdóttir

Þorkell Sigurlaugsson Jóhann Birgisson

Viðar Eggertsson Ingibjörg Óskarsdóttir

Haraldur Sumarliðason Ingibjörg Óskarsdóttir

Ingibjörg Sverrisdóttir