Öldungaráð - Fundur nr. 68

Öldungaráð

Ár 2022, fimmtudaginn 5. maí var haldinn 68. fundur öldungaráðs Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 15.03. Fundinn sat Berglind Eyjólfsdóttir, Jórunn Pála Jónasdóttir, Jóhann Birgisson, Viðar Eggertsson, Ingibjörg Sverrisdóttir, Ingibjörg Óskarsdóttir, Baldur Magnússon og Eva Kristín Hreinsdóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Rannveig Ernudóttir. Einnig sat fundinn Anna Kristinsdóttir.

Elísabet Pétursdóttir ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram samantekt öldungaráðs um störf ráðsins kjörtímabilið 2018 – 2022. MSS22030040
    Samþykkt og vísað til borgarráðs til upplýsingar. 

    -    Kl. 15.19 tekur Berglind Magnúsdóttir sæti á fundinum. 

    Fylgigögn

  2. Lagðar fram umsagnir öldungaráðs vegna styrkumsókna Grundar, Eirar og Skjóls í Framkvæmdasjóð aldraðra 2022. MSS22030171
    Samþykkt.  

    Fylgigögn

  3. Lagt fram svar velferðarsviðs ódags. við fyrirspurn öldungaráðs, um ráðstöfun styrks til velferðarsviðs vegna félagsstarfs fullorðinna, sbr. 5. lið fundargerðar öldungaráðs frá 7. mars 2022. MSS21120013

    -    Kl. 15.46 víkur Rannveig Ernudóttir af fundinum og aftengist fjarfundarbúnaði og Valgerður Árnadóttir tekur sæti á fundinum með rafrænum hætti. 

    Fylgigögn

  4. Fram fer umræða um tæknilæsi og nettengingu á hjúkrunarheimilum. MSS22050076

    Öldungaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Öldungaráð Reykjavíkur styður mjög að tæknilæsi fullorðinna verði eflt. Til þess að íbúar hjúkrunarheimila verði virkir tölvunotendur er mikilvægt að nettengingar séu fullnægjandi. Öldungaráð hvetur rekstraraðila hjúkrunarheimila til þess að tryggja að nettengingar séu til staðar á öllum heimilum. Ef Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu búa yfir upplýsingum um stöðu mála s.s. fjölda heimila sem búa yfir nettengingu fyrir íbúa. Þá væri öldungaráð þakklátt fyrir að fá þær upplýsingar og jafnvel fá kynningu á þeim í ráðinu. 

    Samþykkt að fela starfsmanni öldungaráðs að senda bókun ráðsins til Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. 

  5. Fram fer kynning tölfræðigögnum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um heimilisofbeldi eldra fólks í Covid19. Gögn undir þessum lið eru trúnaðarmerkt. MSS22050008

    Marta Kristín Hreiðarsdóttir tekur sæti á fundinum með rafrænum hætti.

Fundi slitið klukkan 17:17

PDF útgáfa fundargerðar
68._fundargerd_oldungarads_fra_5._mai_2022.pdf