Öldungaráð - Fundur nr. 66

Öldungaráð

Ár 2022, mánudaginn 4. apríl var haldinn 66. fundur öldungaráðs Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09.33. Fundinn sátu Berglind Eyjólfsdóttir, Ingibjörg Óskarsdóttir, Jórunn Pála Jónasdóttir og Eva Kristín Hreinsdóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Rannveig Ernudóttir, Jóhann Birgisson, Viðar Eggertsson og Ingibjörg Sverrisdóttir.

Elísabet Pétursdóttir ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 28. mars 2022, um fulltrúa í rýnihóp um verkefnið Hverfið mitt. MSS22020075 
    Samþykkt að Berglind Eyjólfsdóttir og Viðar Eggertsson taki þátt í rýnihóp fyrir hönd öldungaráðs.  

    -    Kl. 9.45 tekur Anna Kristinsdóttir sæti á fundinum. 

    Eiríkur Búi Halldórsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Fylgigögn

  2. Fram fer kynning á vinnu starfshóps um sveigjanleg starfslok. SFS220230235 

    -    Kl. 10.18 tekur Baldur Magnússon sæti á fundinum með rafrænum hætti. 

    Lóa Birna Birgisdóttir og Elín Blöndal taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.

    Fylgigögn

  3. Fram fer umræða um samantekt öldungaráðs um störf ráðsins 2018 – 2022. MSS22030040
    Samþykkt að fela Berglindi Eyjólfsdóttur að klára drög að samantekt í samráði við fulltrúa ráðsins og leggja fyrir næsta fund öldungaráðs 5. maí n.k.

  4. Lögð fram umsögn öldungaráðs dags. 21. mars 2022, um styrkumsóknir Sjómannadagsráðs  í Framkvæmdasjóð aldraðra 2022. MSS22030171
    Samþykkt

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 11:02

PDF útgáfa fundargerðar
66._fundargerd_oldungarads_fra_4._april_2022.pdf