Öldungaráð - Fundur nr. 65

Öldungaráð

Ár 2022, mánudaginn 7. mars var haldinn 65. fundur öldungaráðs Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09.33. Fundinn sátu Berglind Eyjólfsdóttir Ingibjörg Óskarsdóttir, Viðar Eggertsson og Geir A. Guðsteinsson. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Jórunn Pála Jónasdóttir, Rannveig Ernudóttir, Baldur Magnússon, Jóhann Birgisson og Eva Kristín Hreinsdóttir.

Elísabet Pétursdóttir ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á þjónustukönnun í þjónustuíbúðum, dagdvöl og heimaþjónustu. MSS22030038

    Elín Sigríður Gunnsteinsdóttir og Þórhildur Guðrún Egilsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. 

    Fylgigögn

  2. Fram fer kynning á innleiðingu á reglum um stuðningsþjónustu Reykjavíkurborgar. MSS22030039

    -    Kl. 10.27 tekur Anna Kristinsdóttir sæti á fundinum. 

    Guðbjörg Theresia Einarsdóttir og Þórhildur Guðrún Egilsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. 

    Fylgigögn

  3. Fram fer umræða um skýrslur velferðarsviðs,  um aukna starfsemi og þjónustu í félagsstarfi fullorðinna árið 2020 og 2021, vegna COVID-19. MSS21120013 

    Öldungaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Velferðarsvið hefur lagt fram vandaðar skýrslur vegna ráðstöfunar styrktarfés frá félagsmálaráðuneytinu, annars vegar árið 2020 og hins vegar árið 2021, til eflingar félagsstarfs eldra fólks á erfiðum tímum kórónuveiru. Þessi öfluga innspýting til eflingar félagsstarfs eldra fólks hefur verið kærkomin viðbót á erfiðum tímum og um leið miklar áskoranir bæði fyrir velferðarsvið og þátttakendur og ekki annað hægt að sjá en afar vel hafi tekist til. Samkvæmt skýrslunni fékk Reykjavíkurborg samtals 52. 570.600 kr. árin 2020 og 2021.  

    Fylgigögn

  4. Fram fer umræða um lokafund öldungaráðs maí 2022. MSS22030040

  5. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn öldungaráðs:

    Það kemur fram í skýrslu um aukna starfsemi og þjónustu í félagsstarfi fullorðinna sumarið 2020 vegna COVID-19 fyrir árið 2020, að velferðarsvið hafi óskað eftir að fá að nota óráðstafað fé upp á 15.000.000 kr. árið eftir. Ekki kemur fram í skýrslu fyrir árið 2021 hvort sú viðbótarupphæð hafi einnig verið til ráðstöfunar til viðbótar því fjármagni sem fékkst það ár. Þó skýrslurnar séu um margt vandaðar, þá finnst okkur þó skorta nákvæmari upplýsingar um einstök verkefni sem velferðarsvið kaus að verja þessu auka fjármagni til í þessi tvö ár. Því óskum við svara við eftirfarandi spurningum:  1. Yfir hvaða tímabil náði hvert verkefni fyrir sig? 2. Hvað var styrkupphæðin há fyrir hvert verkefni fyrir sig? 3. Hversu mikið var varið af styrkjunum í umsýslukostnað, eins og verkefnastjórn, auglýsingar o.sv.frv. ? 4. Í skýrslunum kemur fram að hvorugt árið var styrkupphæð fullnýtt. Af styrktarfénu var óráðstafað 15.000.000 kr. árið 2020 og um 11.500.000 kr. árið 2021. Er þetta fé enn til ráðstöfunar og hvernig mun þessu afgangsfé verða varið? MSS21120013

    Vísað til umsagnar velferðarsviðs.

Fundi slitið klukkan 11:02

PDF útgáfa fundargerðar
65._fundargerd_oldungarads_fra_7._mars_2022.pdf