Öldungaráð - Fundur nr. 63

Öldungaráð

Ár 2022, mánudaginn 10. janúar var haldinn 63. fundur öldungaráðs Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09:35. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Berglind Eyjólfsdóttir, Ingibjörg Sverrisdóttir, Ingibjörg Óskarsdóttir, Viðar Eggertsson, Jórunn Pála Jónasdóttir, Eva Kristín Hreinsdóttir, Jóhann Birgisson og Rannveig Ernudóttir.

Elísabet Pétursdóttir ritaði fundargerð.

 

Þetta gerðist:

 1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara dags. 7. desember 2021, um umsagnarbeiðni til öldungaráðs um drög að atvinnu- og nýsköpunarstefnu Reykjavíkurborgar 2030.
  Samþykkt að fela formanni öldungaráðs að vinna drög að umsögn fyrir 16. janúar 2022, í samráði við fulltrúa öldungaráðs. R20120043

  Fylgigögn

 2. Fram fer kynning á skýrslu starfshóps heilbrigðisráðuneytis um Heilsueflingu aldraðra, ásamt aðgerðaráætlun um heilsueflingu aldraðra. MSS21120012

  -    Kl. 10.05 tekur Anna Kristinsdóttir sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði.

  Öldungaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

  Öldungaráð fagnar skýrslu starfshóps heilbrigðisráðuneytisins um Heilsueflingu aldraðra, ásamt aðgerðaráætlun um heilsueflingu aldraðra. Mikilvægt er að fjármagn sé tryggt til að aðgerðaráætlun um heilsueflingu aldraðra verði að veruleika. 

  Sigríður Jakobínudóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

  Fylgigögn

 3. Fram fer kynning á Lýðheilsustefnu Reykjavíkurborgar til 2030. R19110027

  Öldungaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

  Öldungaráð fagnar Lýðheilsustefnu Reykjavíkurborgar til 2030 og telur hana vel unna og koma inn á flesta þá þætti sem öldungaráð telur mikilvæga. Er það einnig ánægjulegt að stefnan samræmis vel áherslum í skýrslu starfshóps heilbrigðisráðuneytis um heilsueflingu aldraðra. 

  Harpa Þorsteinsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

  Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 11:08