Öldungaráð - Fundur nr. 62

Öldungaráð

Ár 2021, mánudaginn 6. desember var haldinn 62. fundur öldungaráðs Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09:35. Fundinn sat Berglind Eyjólfsdóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Ingibjörg Sverrisdóttir, Viðar Eggertsson, Ólafur Kr. Guðmundsson, Jóhann Birgisson, Baldur Magnússon og Rannveig Ernudóttir. Einnig sat fundinn Berglind Magnúsdóttir.

Elísabet Pétursdóttir ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer umræða um framtíðarsýn velferðarsviðs um byggingu hjúkrunarheimila R21040307

    Öldungaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Öldungaráð Reykjavíkur fagnar því að hjúkrunarheimili rísi við Mosaveg í Reykjavík og ítrekar mikilvægi þess að ekki verði frekari tafir á því verkefni. Miðað við þann fjölda fólks sem bíður á Landspítalanum eftir að komast á hjúkrunarheimili með samþykkt færni- og heilsumat er mikilvægt er að nýtt hjúkrunarheimili rísi í Reykjavík. 

    -    Kl. 10.05 tekur Ingibjörg Óskarsdóttir sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði.  

  2. Lagt fram erindi Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, dags. 21. nóvember 2021, um ráðstöfun styrks til velferðarsviðs. MSS21120013

    Vísað til umsagnar velferðarsviðs. 

    -    Kl. 10.15 tekur Anna Kristinsdóttir sæti á fundinum. 

    Fylgigögn

  3. Lagt fram fundadagatal öldungaráðs vor 2022. R20090061

    Fylgigögn

  4. Fram fer umræða um störf öldungaráðs vor 2022. R21110047

Fundi slitið klukkan 10:28

PDF útgáfa fundargerðar
oldungarad_0612.pdf