Öldungaráð - Fundur nr. 61

Öldungaráð

Ár 2021, mánudaginn 8. nóvember var haldinn 61. fundur öldungaráðs Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09:35. Fundinn sat Berglind Eyjólfsdóttir og Jórunn Pála Jónasdóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Ingibjörg Sverrisdóttir, Ingibjörg Óskarsdóttir, Viðar Eggertsson, Eva Kristín Hreinsdóttir, Jóhann Birgisson, Baldur Magnússon og Rannveig Ernudóttir. Einnig sat fundinn Berglind Magnúsdóttir í fjarfundi.

Elísabet Pétursdóttir ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lagðar fram beiðnir Gæða- og eftirlitsstofnunar, dags. 21. október 2021 og dags. 13. október, um umsagnir öldungaráðs vegna starfsleyfisumsókna Raunríkis ehf. og GKEK ehf. R19100321 

    Öldungaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Öldungaráð telur sig ekki hafa forsendur til að gera athugasemdir við starfsleyfisumsóknir  Raunrík ehf. og GKEK ehf. til Gæða- og eftirlitsstofnunar félagsþjónustu og barnaverndar.

    Fylgigögn

  2. Lögð fram til endursamþykktar frávísun á tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um sveigjanleg starfslok, sbr. 6. lið fundargerðar öldungaráðs frá 4. október 2021. R21090173 
    Samþykkt.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram svar mannauðs- og starfsumhverfissviðs dags. 21. október 2021, við fyrirspurn öldungaráðs um sveigjanleg starfslok, sbr. 7. lið fundargerðar öldungaráðs frá 4. október 2021. R21040086

    Öldungaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Öldungaráð fagnar því að vinna starfshóps um sveigjanleg starfslok sé farin af stað. Ráðið styður að Reykjavíkurborg endurskoði gildandi reglur um sveigjanleg starfslok en í dag gilda reglur borgarinnar og ákvæði kjarasamninga sem skylda starfsmenn til þess að hætta í starfi sjötugt. Rætt hefur um breytingar í meira en níu ár án þess að niðurstaða hafi fengist um þetta mannréttindamál. Starfshópurinn mun samkvæmt erindisbréfi ljúka vinnu sinni 1. apríl 2022. Öldungaráð óskar eftir því að vera upplýst um framvindu vinnunnar með reglubundnum hætti eða að minnsta kosti tvisvar, það er fyrir lok desember 2021 og fyrir lok febrúar 2022. Ráðið telur æskilegt að á meðal þess sem starfshópurinn skili af sér verði tillaga að útfærslu- og innleiðingaráætlun um sveigjanleg starfslok.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram minnisblað velferðarsviðs dags. 20. október 2021, um yfirlit yfir húsnæðismál eldra fólks í Reykjavík. R21090023 

    -    Kl. 10.02 tekur Anna Kristinsdóttir sæti á fundinum. 

    Fylgigögn

  5. Fram fer umræða um tvíbýli á hjúkrunarheimilum. R21040307 

    Öldungaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Öldungaráð Reykjavíkur harmar að upp sé komin sú staða að tvímenna eigi í biðrýmum á hjúkrunarheimilum. Um er að ræða okkar elstu og veikustu einstaklinga sem ekki eiga annarra kosta völ en að búa við mikla og stöðuga þjónustu síðustu æviár sín. Ekki má gleyma að dvöl á hjúkrunarheimili er heimili þeirra einstaklinga er þar búa og lágmark að þeim sé sýnd sú virðing að búa með reisn og njóta friðhelgi einkalífs og hafa sitt einkarými. Öldungaráð leggur áherslu á að samningur sá er gerður var við sjúkratryggingar Íslands um að umrædd tvíbýli gildi aldrei lengur en út febrúar 2022. Öldungaráð vill benda á að aðbúnaður þessi er í engu samræmi við lágmarksviðmið um byggingu og starfsemi hjúkrunarheimila og hjúkrunarrýma frá júní 2014, er velferðarráðuneytið ákvað það skipulag hjúkrunarheimila og hjúkrunarrýma sem ætti að gilda um heimili byggð eða hönnuð þar eftir.

  6. Fram fer umræða um upplýsingamiðlun öldungaráðs. R21090322

    Eva Bergþóra Guðbergsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

  7. Fram fer umræða um starf öldungaráðs til vors 2022. R21110047

Fundi slitið klukkan 11:30

PDF útgáfa fundargerðar
velferdarrad_0511.pdf