Öldungaráð
Ár 2021, mánudaginn 6. september var haldinn 58. fundur öldungaráðs Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09:35. Fundinn sat Berglind Eyjólfsdóttir og Björn Gíslason. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Ingibjörg Sverrisdóttir, Ingibjörg Óskarsdóttir, Viðar Eggertsson, Baldur Magnússon, Jóhann Birgisson, Rannveig Ernudóttir og Eva Kristín Hreinsdóttir. Einnig sat fundinn Berglind Magnúsdóttir með fjarfundarbúnaði.
Elísabet Pétursdóttir ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lögð fram drög að stefnu um heilbrigðisþjónustu fyrir aldraða mál nr. 141/2021, ásamt umsögn velferðarráðs dags. 1. september 2021 og umsögn mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 31. ágúst 2021. R21080211
Samþykkt að fela formanni öldungaráðs Berglindi Eyjólfsdóttur og formanni félags eldri borgara Ingibjörgu Sverrisdóttur að gera umsögn öldungaráðs um stefnuna í samráði við fulltrúa ráðsins.
- Kl. 9.51 tekur Anna Kristinsdóttir sæti á fundinum.Halldóra Dýrleifar Gunnarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á drögum að dagskrá á opnum fundi borgarstjórnar og öldungaráðs 28. september 2021. R16080033
-
Fram fer kynning á Húsnæði fyrir eldri borgara - tölulegum upplýsingum frá velferðarsviði. R21090023
Fundi slitið klukkan 11:05
PDF útgáfa fundargerðar
oldungarad_0609.pdf