Öldungaráð
Ár 2021, mánudaginn 16. ágúst var haldinn 57. fundur öldungaráðs Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09:35. Fundinn sat Berglind Eyjólfsdóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Alexandra Briem, Ingibjörg Sverrisdóttir, Ingibjörg Óskarsdóttir, Viðar Eggertsson, Baldur Magnússon, Jóhann Birgisson, Jórunn Pála Jónasdóttir og Eva Kristín Hreinsdóttir.
Elísabet Pétursdóttir ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 12. ágúst 2021, um samþykkt borgarráðs samkvæmt þeim heimildum sem ráðið fer með í sumarleyfi borgarstjórnar, á tillögu um heimildir til frávika frá skilyrðum sveitarstjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélagi - notkun fjarfundabúnaðar o.fl., ásamt fylgiskjölum, sbr. 1. lið fundargerðar borgarráðs frá 12. ágúst. R18060129
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 15. júní 2021, um samþykkt borgarstjórnar um að Jórunn Pála Jónasdóttir taki sæti í öldungaráði í stað Ragnhildar Öldu Vilhjálmsdóttur, sbr. 17. lið fundargerðar borgarstjórnar frá 15. júní 2021. R18060107
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni dags. 11. ágúst 2021, um að Ingibjörg Óskarsdóttir taki sæti í stað Sigurbjargar Gísladóttur. Einnig að Geir A. Guðsteinsson, Halldór V. Frímannsson og Kolbrún Stefánsdóttir taka sæti sem varamenn í stað Ingibjargar Óskarsdóttur, Róberts Bender og Sverris Arnar Kaaber. R18070150
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf Gæða- og eftirlitsstofnunar félagsþjónustu og barnaverndar, dags. 23. júní 2021, um umsagnarbeiðni til öldungaráðs vegna starfsleyfisumsóknar Hópbíla kt. 430192-2059. R19100321
Öldungaráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Öldungaráð telur sig ekki hafa forsendur til að gera athugasemdir við starfsleyfisumsókn Hópbíla kt. 430192-2059
- Kl. 9.42 tekur Berglind Magnúsdóttir sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á skýrslu heilbrigðisráðuneytis um greiningu á rekstrarkostnaði hjúkrunarheimila, dags. apríl 2021. R21080015
Öldungaráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Öldungaráð hefur miklar áhyggjur af rekstrarfyrirkomulagi hjúkrunarheimila á Íslandi, en sá kostnaður af rekstri sem ekki rúmast innan áætlunar ríkisins fellur á sveitarfélögin án þess að það sé samkvæmt samningum eða skilgreint sem grunnþjónusta sveitarfélagsins í lögum, né fylgja því viðeigandi tekjustofnar. Af því leiðir að þjónusta við íbúa skerðist. Það bitnar ennfremur á viðhaldi bygginga, sem leiðir til meiri kostnaðar þegar fram líður. Ráðið hvetur ríkið til að full-fjármagna þennan rekstur hjúkrunarheimila til að veita megi þá þjónustu sem notendur eiga rétt á.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 12. ágúst 2021, um drög að lýðræðisstefnu Reykjavíkurborgar 2021 – 2030 til umsagnar. R18010207
Öldungaráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Öldungaráð fagnar nýrri lýðræðisstefnu Reykjavíkurborgar, sérstaklega enn aukinni áherslu á samráð við íbúa og notendur. Það getur bara verið til að bæta ákvarðanatöku og efla samfélagsþátttöku að fólki gefist kostur á að fylgjast með og hafa áhrif á ákvarðanir og stefnur sem að þeim snúa, á hátt sem hefur raunveruleg áhrif. Í þessari stefnu eru skýr og mælanleg markmið um upplýsingagjöf og aðkomu íbúa, en aukin upplýsingagjöf til íbúa er lykilforsenda virkrar þátttöku. Sérstaklega er jákvætt að til séu markmið um að ná til fleiri hópa en verið hefur og að búið sé til mælanlegt markmið um þátttöku eldri íbúa í Hverfið mitt. Ráðið bendir þó á að skýra megi hlutverk íbúaráða í þjónustu íbúðakjarna.
- Kl. 10.13 tekur Anna Kristinsdóttir sæti á fundinum.
Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 3. ágúst 2021, um drög að tillögu stýrihóps um innleiðingu íbúaráða til umsagnar. R19100342
Öldungaráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Öldungaráð styður þessa tillögu að áframhaldandi starfi íbúaráða. Það er gleðilegt að slembival hafi leitt af sér fjölbreyttari hóp í íbúaráðum, en bæði eldri borgarar og fólk með fötlun hafa slembivalist í þau sem ekki er víst að hefðu annars fengið möguleika til þátttöku. Ráðið fagnar því einnig að Hlíðar og Miðborg fái hvort sitt íbúaráðið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf menningar- og ferðamálasviðs dags. 5. ágúst 2021, um drög að menningarstefnu Reykjavíkurborgar 2021 – 2030 til umsagnar. R21080014
Öldungaráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Öldungaráð fagnar nýrri menningarstefnu þar sem lögð er áherslu á aðgengi allra að menningarstarfi.
-
Fram fer umræða um opinn fund borgarstjórnar og öldungaráðs 28. september 2021. R16080033
Samþykkt að fela starfsmanni öldungaráðs ásamt Berglindi Eyjólfsdóttur, Jórunni Pálu Jónasdóttur, Ingibjörgu Sverrisdóttur og Jóhanni Birgissyni, að klára drög að dagskrá fyrir næsta fund öldungaráðs þann 6. september 2021.
Fundi slitið klukkan 11:30
Alexandra Briem
PDF útgáfa fundargerðar
oldungarad_1608.pdf