Öldungaráð - Fundur nr. 56

Öldungaráð

Ár 2021, mánudaginn 7. júní var haldinn 56. fundur öldungaráðs Reykjavíkurborgar. Fundurinn var vinnufundur og haldinn í Sjóminjasafninu að Grandagarði 8 og hófst kl. 13:04. Fundinn sat Berglind Eyjólfsdóttir, Rannveig Ernudóttir, Ingibjörg Sverrisdóttir, Sigurbjörg Gísladóttir, Viðar Eggertsson, Baldur Magnússon, Jóhann Birgisson, Eva Kristín Hreinsdóttir, Ingibjörg Óskarsdóttir og Sverrir Örn Kaaber. Einnig sat fundinn Anna Kristinsdóttir og Berglind Magnúsdóttir áheyrnarfulltrúi velferðarsviðs.

Elísabet Pétursdóttir ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

 1. Lögð fram beiðni Gæða– og eftirlitsstofnunnar félagsþjónustu og barnaverndar dags. 3. maí 2021, um umsögn öldungaráðs, vegna starfsleyfisumsóknar Ræstitækni ehf. kt. 460502-4460. R19100321

  Öldungaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

  Öldungaráð telur sig ekki hafa nægjanlegar forsendur til að veita umsagnir um starfsleyfisumsóknir Gæða- og eftirlitsstofnunar félagsþjónustu og barnaverndar. 

 2. Lagt fram til kynningar bæklingur um aldraða og heimilisofbeldi á íslensku - ensku og íslensku - pólsku. R20080103

  Fylgigögn

 3. Fram fer kynning á málefnum aldraðra í Aðgerðaráætlun í mannréttinda-, og lýðræðismálum 2019 til og með 2022. R20080096

  Fylgigögn

 4. Fram fer kynning velferðarsviðs á þjónustu við eldri borgara. R21060071

  -    Kl. 15.20 víkur Jóhann Birgisson af fundinum. 

  Fylgigögn

 5. Lagt fram fundadagatal öldungaráðs veturinn 2021- 2022. R20090061

  Fylgigögn

 6. Fram fer umræða um opinn fund borgarstjórnar og öldungaráðs 28. september 2021. R16080033

Fundi slitið klukkan 15:50