Öldungaráð
Ár 2021, mánudaginn 3. maí var haldinn 55. fundur öldungaráðs Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09:30. Fundinn sat Berglind Eyjólfsdóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Rannveig Ernudóttir, Ingibjörg Sverrisdóttir, Viðar Eggertsson, Baldur Magnússon, Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir og Eva Kristín Hreinsdóttir. Einnig sat fundinn með fjarfundarbúnaði Berglind Magnúsdóttir áheyrnarfulltrúi velferðarsviðs.
Elísabet Pétursdóttir ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á verkefninu Aldursvæn borg - Staða mála. R21010101
- Kl. 9.40 tekur Sigurbjörg Gísladóttir sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði.
- Kl. 10.03 tekur Anna Kristinsdóttir sæti á fundinum.Þórhildur Guðrún Egilsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á þróun aldurssamsetningar og uppbyggingu hjúkrunarrýma. R21040307
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á stöðu hjúkrunarheimila á höfuðborgarsvæðinu. R21040307
Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um vinnufund öldungaráðs 7. júní 2021. R20090061
-
Lagt fram svar velferðarsviðs dags. 29. apríl 2021, við fyrirspurn öldungaráðs, um einstaklinga á biðlista hjúkrunarheimila, dagdvalar og þjónustuíbúða, sbr. 8. lið fundargerðar öldungaráðs frá 12. apríl 2021. R21040082
- Kl. 10.56 víkur Anna Kristinsdóttir af fundinum.
Fylgigögn
Fundi slitið klukkan 11:17
Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
oldungarad_0305.pdf