Öldungaráð - Fundur nr. 55

Öldungaráð

Ár 2021, mánudaginn 3. maí var haldinn 55. fundur öldungaráðs Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09:30. Fundinn sat Berglind Eyjólfsdóttir.  Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Rannveig Ernudóttir, Ingibjörg Sverrisdóttir, Viðar Eggertsson, Baldur Magnússon, Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir og Eva Kristín Hreinsdóttir. Einnig sat fundinn með fjarfundarbúnaði Berglind Magnúsdóttir áheyrnarfulltrúi velferðarsviðs.

Elísabet Pétursdóttir ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á verkefninu Aldursvæn borg - Staða mála. R21010101

    -    Kl. 9.40 tekur Sigurbjörg Gísladóttir sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði. 

    -    Kl. 10.03 tekur Anna Kristinsdóttir sæti á fundinum.  

    Þórhildur Guðrún Egilsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

    Fylgigögn

  2. Fram fer kynning á þróun aldurssamsetningar og uppbyggingu hjúkrunarrýma. R21040307

    Fylgigögn

  3. Fram fer kynning á stöðu hjúkrunarheimila á höfuðborgarsvæðinu. R21040307

    Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  4. Fram fer umræða um vinnufund öldungaráðs 7. júní 2021. R20090061

  5. Lagt fram svar velferðarsviðs dags. 29. apríl 2021, við fyrirspurn öldungaráðs, um einstaklinga á biðlista hjúkrunarheimila, dagdvalar og þjónustuíbúða, sbr. 8. lið fundargerðar öldungaráðs frá 12. apríl 2021. R21040082 

    -    Kl. 10.56 víkur Anna Kristinsdóttir af fundinum.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 11:17

Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
oldungarad_0305.pdf