No translated content text
Öldungaráð
Ár 2021, mánudaginn 12. apríl var haldinn 54. fundur öldungaráðs Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09:30. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Berglind Eyjólfsdóttir, Rannveig Ernudóttir, Sigurbjörg Gísladóttir, Ingibjörg Sverrisdóttir, Viðar Eggertsson, Baldur Magnússon, Jóhann Birgisson, Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir og Eva Kristín Hreinsdóttir. Einnig sat fundinn Berglind Magnúsdóttir áheyrnarfulltrúi velferðarsviðs.
Elísabet Pétursdóttir ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 4. febrúar 2021, þar sem samþykkt var á fundi borgarstjórnar þann 2. febrúar sl., að Björn Gíslason taki sæti sem varamaður í öldungaráði í stað Ólafs Kr. Guðmundssonar. R18060107
-
Fram fer kynning á rannsókninni Hagir og líðan eldri borgara - niðurstöður sem varða Reykjavík. R21040015
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á drögum að bæklingi um þjónustu við eldri borgara í Reykjavík sem sendur verður til 75 ára og eldri. R19100314
- Kl. 10.05 víkur Berglind Magnúsdóttir af fundinum.
Þórhildur Guðrún Egilsdóttir og Hólmfríður Helga Sigurðardóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á drögum að aðgerðaráætlun ofbeldisvarnarnefndar gegn ofbeldi. R21010206
Halldóra Dýrleifar Gunnarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um opinn fund borgarstjórnar og öldungaráðs sem áætlað er að fari fram þann 28. september 2021. R16080033
-
Lögð fram umsagnarbeiðni velferðarsviðs dags. 16. mars 2021, um drög að velferðarstefnu Reykjavíkurborgar til 2030. R21040016
Öldungaráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Öldungaráð Reykjavíkur fagnar velferðastefnu Reykjavíkur en mælir með því að hún verði á fleiri tungumálum og auk þess aðgengileg í hljóði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf stýrihóps um vinnu við mótun atvinnu- og nýsköpunarstefnu Reykjavíkurborgar til 2030, dags. 29. mars 2021. R20120043
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn öldungaráðs:
Öldungaráð Reykjavíkur óskar eftir upplýsingum um fjölda einstaklinga á biðlista hjúkrunarheimila í Reykjavík, auk upplýsinga um fjölda einstaklinga á biðlista í dagdvöl eftir hverfum og fjölda einstaklinga á biðlista eftir þjónustuíbúð. Einnig að fá upplýsingar um hvert framboð er í Reykjavík m.t.t. biðlista og vöntunar. R21040082
Vísað til umsagnar velferðarsviðs.
- Kl. 11.31 víkur Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir af fundi.
Fundi slitið klukkan 11:35
PDF útgáfa fundargerðar
oldungarad_1204.pdf