No translated content text
Öldungaráð
Ár 2021, mánudaginn 1. mars var haldinn 52. fundur öldungaráðs Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.33. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Berglind Eyjólfsdóttir, Ingibjörg Sverrisdóttir, Ingibjörg Óskarsdóttir, Baldur Magnússon, Jóhann Birgisson, Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir og Eva Kristín Hreinsdóttir.
Elísabet Pétursdóttir ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 17. febrúar 2021, um heimildir til frávika frá skilyrðum sveitarstjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélagi m.a. um notkun fjarfundabúnaðar, ásamt fylgiskjölum. R18060129
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf velferðasviðs dags. 12. febrúar 2021, um beiðni velferðarsviðs um umsögn öldungaráðs um drög að nýjum reglum Reykjavíkurborgar um stuðningsþjónustu. R21020167
Samþykkt að halda aukafund öldungaráðs fyrir 8. mars 2021.- Kl. 9.45 tekur Viðar Eggertsson sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði.
- Kl. 9.50 tekur Rannveig Ernudóttir sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði.
- Kl. 10.33 víkur Rannveig Ernudóttir af fundi og Þórgnýr Thoroddsen tekur sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði.Öldungaráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Öldungaráð Reykjavíkur fagnar drögum að reglum Reykjavíkur um almenna stuðningsþjónustu þar sem lögð er áhersla á að styðja og efla notendur á einstaklingsbundinn hátt með það að markmiði að búa sem lengst á eigin heimili og að stuðningurinn nái út fyrir heimilið og þannig rjúfa félagslega einangrun. Mikilvægt er að farið verði gætilega með persónuupplýsingar og að fyllsta öryggis og trúnaðar sé gætt. Öldungaráðs lýsir yfir áhyggjum hversu víðtæk 6. gr. reglugerðarinnar er hvað varðar þessar upplýsingar.
Fulltrúar Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni leggja fram svohljóðandi bókun:
Samkv. 6. gr. í drögum að Reglum Reykjavíkurborgar um stuðningsþjónustu er umsækjandi skyldaður til að heimila þjónustumiðstöðinni að afla fjárhagslegra persónulegra gagna frá Skattinum og Tryggingastofnun. Ekki er hægt að réttlæta slíka kröfu vegna þjónustunnar þar sem hún er ætluð fólki vegna heilsufarslegra ástæðna og er ótengd fjárhagsstöðu fólks. Einu tilvikin sem slíkt gæti verið réttlætanlegt er þegar fólk býr við svo lök kjör að það gæti verið, eins og segir í 10. gr: „Undanþegnir gjaldskyldu hvað varðar stuðning við heimilishald eru þeir sem einungis hafa tekjur samkvæmt framfærsluviðmiði Tryggingastofnunar ríkisins eða þar undir.“ Það eru undantekningartilfelli og ætti ekki að gilda almennt um umsækjendur þjónustunnar.
Þórhildur Guðrún Egilsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á Velferðartæknismiðju og skjáheimsóknum velferðarsviðs. R17100026
Sigþrúður Guðnadóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 19. febrúar 2021, um Borgarlínu, breytingar á aðalskipulagi og frest til að skila inn athugasemdum. R21020147
Fylgigögn
-
Lagðar fram umsagnir öldungaráðs vegna umsókna í Framkvæmdasjóð aldraðra. R20020206
Samþykkt.Fylgigögn
Fundi slitið klukkan 11:32
Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
oldungarad_0103.pdf