Öldungaráð - Fundur nr. 51

Öldungaráð

Ár 2021, mánudaginn 1. febrúar var haldinn 51. fundur öldungaráðs Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.33. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Berglind Eyjólfsdóttir, Ingibjörg Sverrisdóttir, Ingibjörg Óskarsdóttir, Sigurbjörg Gísladóttir, Baldur Magnússon, Jóhann Birgisson, Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir og Rannveig Ernudóttir. Fundinn sat einnig Anna Kristinsdóttir og Berglind Magnúsdóttir áheyrnarfulltrúi, með fjarfundarbúnaði.

Elísabet Pétursdóttir ritaði fundargerð.

 

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 22. janúar 2021, þar sem samþykkt var á fundi borgarstjórnar þann 19. janúar s.l., að Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir taki sæti sem aðalfulltrúi í öldungaráði í stað Jórunnar Pálu Jónasdóttur. R18060083

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf stjórnar Samtaka aldraðra dags. 26. janúar 2021, þar sem fram kemur að Jóhann Birgisson taki sæti sem aðalfulltrúi í stað Álfhildar Hallgrímsdóttur. Jafnframt að Magnús Björn Brynjólfsson taki sæti sem varamaður í stað Sveinbjörns Björnssonar. R18070150

    Fylgigögn

  3. Fram fer kynning á heilsueflingu aldraðra hjá Reykjavíkurborg. R21010286

    Þórhildur Guðrún Egilsdóttir og Unnur Margrét Arnarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

    Fylgigögn

  4. Fram fer kynning á úttekt á fjölbreytni og næringargildi á heimsendum mat á vegum velferðarsviðs. R21010285

    -    Kl. 10.36 víkur Rannveig Ernudóttir og Alexandra Briem tekur sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði. 

    Guðrún Adolfsdóttir, Elín Sigríður Gunnsteinsdóttir, Eyjólfur Einar Elíasson og Þórhildur Guðrún Egilsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  5. Lögð fram umsögn öldungaráðs vegna umsókna í framkvæmdasjóð aldraðra. R20020206
    Samþykkt.

    Fylgigögn

  6. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara dags. 26. janúar 2021, um drög að alþjóðastefnu Reykjavíkurborgar til 2030, til umsagnar. R21010287

    Fylgigögn

  7. Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni:

    Lagt er til að óska eftir því við Reykjavíkurborg að komið sé á skipulagðri og heildstæðari heilsueflingu fyrir eldri íbúa borgarinnar.

    Greinargerð fylgir tillögunni. R21010286
    Samþykkt og vísað til borgarráðs.

    Öldungaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Öldungaráð Reykjavík fagnar og styður tillögu Félags eldri borgara þar sem lagt er til að Reykjavíkurborg komi að skipulagðri og heildstæðri heilsueflingu fyrir eldri borgara. Með heilsueflingu telur öldungaráð Reykjavíkur mikilvægt að hugað sé að jafnt að andlegri, félagslegri sem og líkamlegri heilsu og mikilvægi þess að halda áfram námskeiðum eins og tæknilæsi fyrir fullorðna sem öldungaráð telur mikilvæga forvörn gegn einangrun og einmanaleika aldraðra.  

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 11:30

Alexandra Briem Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
oldungarad_0102.pdf