Öldungaráð - Fundur nr. 50

Öldungaráð

Ár 2021, mánudaginn 11. janúar, var haldinn 50. fundur Öldungaráð. Fundurinn var haldinn í Ráðhús, fjarfundur og hófst klukkan 09:31. Viðstödd voru Berglind Eyjólfsdóttir, Ingibjörg H. Sverrisdóttir, Viðar Eggertsson, Sigurbjörg Gísladóttir, Álfhildur Hallgrímsdóttir, Rannveig Ernudóttir, Eva Kristín Hreinsdóttir, Baldur Magnússon, Ólafur Kr. Guðmundsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Anna Kristinsdóttir, Berglind Magnúsdóttir, áheyrnarfulltrúi og Elísabet Pétursdóttir sem ritaði fundargerð

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram fundadagatal öldungaráðs vor 2021. R20090061
    Samþykkt.

    Fylgigögn

  2. Fram fer kynning á samningi velferðarsviðs um heimahjúkrun. R21010100 

    -    Kl. 9.46 tekur Ólafur Kr. Guðmundsson sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði.
    -    Kl. 9.55 tekur Anna Kristinsdóttir sæti á fundinum.

    Fylgigögn

  3. Fram fer kynning á verkefninu Tæknilæsi fullorðna. R21010096 
    Samþykkt er að fela formanni öldungaráðs og Ólafi Kr. Guðmundssyni að leita leiða um hvernig best er að fylgja verkefninu eftir. 

    -    Kl. 10.31 víkur Berglind Magnúsdóttir af fundinum.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf nefndasviðs dags. 17. desember 2020, með beiðni um umsögn öldungaráðs vegna tillögu til þingsályktunar um aðgerðaráætlun gegn öldrunarfordómum, 157. mál. R20120167

    Öldungaráð leggur fram svohljóðandi umsögn:

    Öldungaráð Reykjavíkur fagnar þingsályktunartillögu 151. löggjafarþings um aðgerðaráætlun gegn öldrunarfordómum. Tillagan er ýtarlega útfærð og vönduð og fær fullan stuðning öldungaráðsins.

    Fylgigögn

  5. Lögð fram umsögn velferðarsviðs dags. 18. nóvember 2020, um erindi Selsins, sbr. 6. lið fundargerðar velferðarráðs 18. nóvember 2020. R20090053

    Fylgigögn

  6. Lögð fram umsögn öldungaráðs dags. 15. desember 2020, um deiliskipulag Reykjavíkurborgar. R20100393

    Fylgigögn

  7. Lagt fram svar við fyrirspurn fulltrúa Félags eldri borgara um umsögn öldungaráðs vegna hagsmunafulltrúa aldraðra, sbr. 5. lið fundargerðar öldungaráðs frá 7. desember 2020. R20120104

    Fylgigögn

  8. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn öldungaráðs: 

    Öldungaráð Reykjavíkur spyr hver staðan er hjá Selinu Sléttuvegi 11 - 13 í dag og hvernig fyrirhuguðu söluferli Reykjavíkurborgar er háttað. R20090053

    Vísað til umsagnar velferðarsviðs.

Fundi slitið klukkan 11:30

PDF útgáfa fundargerðar
oldungarad_1101.pdf