Öldungaráð
Ár 2021, mánudaginn 11. janúar, var haldinn 50. fundur Öldungaráð. Fundurinn var haldinn í Ráðhús, fjarfundur og hófst klukkan 09:31. Viðstödd voru Berglind Eyjólfsdóttir, Ingibjörg H. Sverrisdóttir, Viðar Eggertsson, Sigurbjörg Gísladóttir, Álfhildur Hallgrímsdóttir, Rannveig Ernudóttir, Eva Kristín Hreinsdóttir, Baldur Magnússon, Ólafur Kr. Guðmundsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Anna Kristinsdóttir, Berglind Magnúsdóttir, áheyrnarfulltrúi og Elísabet Pétursdóttir sem ritaði fundargerð
Þetta gerðist:
-
Lagt fram fundadagatal öldungaráðs vor 2021. R20090061
Samþykkt.Fylgigögn
-
Fram fer kynning á samningi velferðarsviðs um heimahjúkrun. R21010100
- Kl. 9.46 tekur Ólafur Kr. Guðmundsson sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði.
- Kl. 9.55 tekur Anna Kristinsdóttir sæti á fundinum.Fylgigögn
-
Fram fer kynning á verkefninu Tæknilæsi fullorðna. R21010096
Samþykkt er að fela formanni öldungaráðs og Ólafi Kr. Guðmundssyni að leita leiða um hvernig best er að fylgja verkefninu eftir.- Kl. 10.31 víkur Berglind Magnúsdóttir af fundinum.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf nefndasviðs dags. 17. desember 2020, með beiðni um umsögn öldungaráðs vegna tillögu til þingsályktunar um aðgerðaráætlun gegn öldrunarfordómum, 157. mál. R20120167
Öldungaráð leggur fram svohljóðandi umsögn:
Öldungaráð Reykjavíkur fagnar þingsályktunartillögu 151. löggjafarþings um aðgerðaráætlun gegn öldrunarfordómum. Tillagan er ýtarlega útfærð og vönduð og fær fullan stuðning öldungaráðsins.
Fylgigögn
-
Lögð fram umsögn velferðarsviðs dags. 18. nóvember 2020, um erindi Selsins, sbr. 6. lið fundargerðar velferðarráðs 18. nóvember 2020. R20090053
Fylgigögn
-
Lögð fram umsögn öldungaráðs dags. 15. desember 2020, um deiliskipulag Reykjavíkurborgar. R20100393
Fylgigögn
-
Lagt fram svar við fyrirspurn fulltrúa Félags eldri borgara um umsögn öldungaráðs vegna hagsmunafulltrúa aldraðra, sbr. 5. lið fundargerðar öldungaráðs frá 7. desember 2020. R20120104
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn öldungaráðs:
Öldungaráð Reykjavíkur spyr hver staðan er hjá Selinu Sléttuvegi 11 - 13 í dag og hvernig fyrirhuguðu söluferli Reykjavíkurborgar er háttað. R20090053
Vísað til umsagnar velferðarsviðs.
Fundi slitið klukkan 11:30
PDF útgáfa fundargerðar
oldungarad_1101.pdf