Öldungaráð - Fundur nr. 5

Öldungaráð

Ár 2015, 3. september var haldinn 5. fundur öldungaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst 10.00. Fundinn sátu Guðrún Ágústsdóttir, Bryndís Torfadóttir, Kjartan Magnússon, Hrafn Magnússon og Ingólfur Antonsson. Berglind Magnúsdóttir áheyrnarfulltrúi boðaði forföll. Einnig sátu fundinn Anna Kristinsdóttir og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem var fundarritari.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar og öldungaráðs sem haldinn verður þann 22.09. 2015. Ákveðið að auglýsa fundinn í Fréttablaðinu þann 19.09.2015.

2. Lagt fram svar frá ÍTR við fyrirspurn öldungaráðs um íþróttaiðkun aldraða. (R12080081)

3. Fram fer umræða um þjónustu við aldraða innflytjendur.

4. Lagt fram erindi frá fjölmenningarráði þar sem óskað var eftir sameiginlegan fundi ráðanna. Stefnt að því að halda fundinn í október.

5. Fram fer umræða um vettvangsheimsóknir öldungaráðs framundan.

Fundi slitið kl. 11:02

Guðrún Ágústsdóttir

Kjartan Magnússon Bryndís Torfadóttir

Ingólfur Antonsson Hrafn Magnússon