Öldungaráð - Fundur nr. 49

Öldungaráð

Ár 2020, mánudaginn 7. desember var haldinn 49. fundur öldungaráðs Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.30. Berglind Magnúsdóttir áheyrnarfulltrúi tók sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Berglind Eyjólfsdóttir, Ólafur Kristinn Guðmundsson, Ingibjörg Sverrisdóttir, Viðar Eggertsson, Sigurbjörg Gísladóttir, Baldur Magnússon, Álfhildur Hallgrímsdóttir, Rannveig Ernudóttir og Eva Kristín Hreinsdóttir. Fundinn sat einnig Berglind Magnúsdóttir áheyrnarfulltrúi, með fjarfundarbúnaði. 

Elísabet Pétursdóttir ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á bæklingnum Heimilisofbeldi og aldraðir. R20080103

    -    Kl. 10.04 tekur Anna Kristinsdóttir sæti á fundinum.

    Halldóra Dýrleifar Gunnarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.  

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagsviðs dags. 15. október 2020, um auglýsingu á kynningarferli á Aðalskipulagi 2010 – 2030, íbúðarbyggð og blönduð byggð. Frestur til að skila umsögnum og athugasemdum hefur verið framlengdur til 27. nóvember 2020. R20100393
    Samþykkt að Berglind Eyjólfsdóttir og Ingibjörg Sverrisdóttir vinni umsögn fyrir hönd ráðsins og skili henni til umhverfis- og skipulagsviðs fyrir 15. desember 2020.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram erindi Korpúlfa, dags. 3. október 2020, varðandi tæknilæsi. R20100357

    -    Kl. 10.25 víkur Berglind Magnúsdóttir af fundinum.

    Öldungaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Öldungaráð þakkar Korpúlfum fyrir erindið og tekur undir með þeim. Ljóst er að hvort sem fyrirtæki og stofnanir taki tillit til þess eða ekki, þá eru ekki allir komnir jafn langt í notkun á nútíma snjalltækni. Ljóst sé að taka þarf ákvörðun þess efnis að auka aðgengi, sérstaklega eldri kynslóða, að þekkingu og færni í tæknilæsi. Slíkt verkefni er lifandi og stöðugt í þróun og ætti því að vera á dagskrá hjá Reykjavíkurborg að auka og efla tæknilæsi fullorðinna.

    Fylgigögn

  4. Lögð fram beiðni nefndasviðs, dags 30. nóvember um umsögn öldungaráðs um tillögu til þingsályktunar um hagsmunafulltrúa aldraðra, 109. mál. R20120105

    Samþykkt að ítreka umsögn öldungaráðs til nefndasviðs dags. 14. október 2019. 

    Fylgigögn

  5. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn Viðars Eggertssonar, fulltrúa Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni:

    Óskað er eftir að fá upplýsingar um hvenær umsögn öldungaráðs dags. 31. maí 2019, var samþykkt af öldungaráði. R20120104

    Vísað til umsagnar mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu.

Fundi slitið klukkan 11:10

PDF útgáfa fundargerðar
oldungarad_0712.pdf