No translated content text
Öldungaráð
Ár 2020, mánudaginn 5. október var haldinn 48. fundur öldungaráðs Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.30. Berglind Magnúsdóttir áheyrnarfulltrúi tók sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Berglind Eyjólfsdóttir, Jórunn Pála Jónasdóttir, Viðar Eggertsson, Sigurbjörg Gísladóttir, Baldur Magnússon, Rannveig Ernudóttir og Eva Kristín Hreinsdóttir.
Elísabet Pétursdóttir ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram að nýju erindi stjórn húsfélagsins að Sléttuvegi til öldungaráðs dags. 3. september 2020, um væntanlega lokun félagsmiðstöðvarinnar Selið, Sléttuvegi 11 – 13, sbr. 4. lið fundargerðar öldungaráðs frá 7. september 2020, til leiðréttingar á afgreiðslu.
Öldungaráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Vegna ástandsins í þjóðfélaginu óskar öldungaráð Reykjavíkur eftir að velferðarsvið taki það til skoðunar hvort unnt sé að láta húsfélagið Sléttuvegi 11 - 13 fá húsnæði félagsmiðstöðvarinnar Selsins til afnota án greiðslu húsaleigu til áramóta 2021/2022. Öldungaráð telur mikilvægt á þessum tímum sem nú eru í heiminum að styðja við þá hópa sem líklegastir eru til að einangrast og er þar helsti áhættuhópurinn aldraðir. Með því að loka Selinu þannig að íbúar hússins hafi ekki aðgang að húsnæðinu og vísa þeim einstaklingum er það sækja annað eykst sú hætta.
Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga fulltrúa Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, um könnun á máltíðum, sbr. 6. lið fundargerðar öldungaráðs frá 7. september 2020.
Lögð fram svohljóðandi breytingartillaga öldungaráðs:
Lagt er til að öldungaráð Reykjavíkurborgar samþykki að óska eftir því að Reykjavíkurborg láti gera úttekt á máltíðum fyrir eldri borgara. Sérstaklega skal skoðað hversu vel máltíðirnar mæta lýðheilsumarkmiðum Embættis landlæknis og eins hvort fjölbreytni á máltíðum hvers dags sé nægileg með tilliti til heilsufars svo sem sykursýki og annara algenga sjúkdóma meðal eldri borgara.
Samþykkt
Tillagan er samþykkt svo breytt.Vísað til velferðarsviðs.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á fundarsköpum og fundargerðum á fundum ráða og nefnda.
- Kl. 09.55 tekur Ingibjörg Sverrisdóttir sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði.
- Kl. 10.00 tekur Anna Kristinsdóttir sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði.Helga Björk Laxdal tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á matseðli Vitatorgs:
Eyjólfur Elías Einarsson og Þórhildur Guðrún Egilsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á vef Reykjavíkurborgar.
- Kl. 10.50 víkur Viðar Eggertsson af fundinum.
- Kl. 11.01 víkur Berglind Magnúsdóttir af fundinum.Ólafur Sólimann Helgason tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
Fundi slitið klukkan 11:10
PDF útgáfa fundargerðar
oldungarad_0510.pdf