Öldungaráð
Ár 2020, mánudaginn 7. september, var haldinn 47. fundur Öldungaráð. Fundurinn var haldinn í Ráðhús, Tjarnarbúð og hófst klukkan 9:33. Viðstödd voru Berglind Eyjólfsdóttir, Sigurbjörg Gísladóttir, Ingibjörg H. Sverrisdóttir, Viðar Eggertsson, Jórunn Pála Jónasdóttir, Eva Kristín Hreinsdóttir, Rannveig Ernudóttir, Baldur Magnússon. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Halldóra Dýrleifar Gunnarsdóttir, Berglind Magnúsdóttir og Elísabet Pétursdóttir sem ritaði fundargerð
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf Félags eldri borgara Reykjavíkur og nágrennis, dags. 2. september 2020, þar sem fram kemur að Sigurbjörg Gísladóttir og Viðar Eggertsson taka sæti í öldungaráði í stað Sjafnar Ingólfsdóttur og Bryndísar Hagan. Varamenn eru Ingibjörg Óskarsdóttir, Róbert Bender og Sverrir Örn Kaaber, í stað Þorbjarnar Guðmundssonar, Reynis Vilhjálmssonar og Jóhönnu Ragnarsdóttur. R18070150
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf til fagráða frá skrifstofu borgarstjórnar dags. 1. september 2020, um samþykkt borgarstjórnar á tillögu um heimildir til frávika frá skilyrðum sveitastjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélögum – notkun fjarfundarbúnaðar. R18060129
Fylgigögn
-
Lagt fram fundadagatal öldungaráðs haust 2020 og vor 2021. R20090061
- Kl. 9.45 tekur Álfhildur Hallgrímsdóttir sæti á fundinum.
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi til öldungaráðs dags. 3. september 2020, um væntanlega lokun félagsmiðstöðvarinnar Selið, Sléttuvegi 11 -13.
Öldungaráð leggur fram svohljóðandi málsmeðferðartillögu:
Vegna ástandsins í þjóðfélaginu leggur Öldungaráð Reykjavíkur til að Húsfélagið Sléttuvegi 11 til 13 fái húsnæði Selsins til afnota og gefin verði eftir húsaleiga út næsta ár eða til áramóta 2021/2022
Greinagerð fylgir tillögunni. R20050225
Samþykkt.
Vísað til borgarráðs til samþykktar.Sveinbjörn Björnsson og Sveinn G. Jónsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi til öldungaráðs dags. 18. maí 2019, um matseðil Vitatorgs. R20090062
Samþykkt að óska eftir kynningu á matseðil á næsta fundi.
- Kl. 11.00 víkur Berglind Magnúsdóttir af fundinum.
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Minnt er á skýrslu starfshóps um heilsueflingu aldraðra frá 29. janúar 2016. Tillögur skýrslunnar nr. 6 og 7 fjalla um endurskoðun á matarþjónustu við eldri borgara. Nokkru síðar, þann 24. maí 2016, ritaði borgarstjóri síðan bréf til stýrihóps um heildstæða matarstefnu fyrir borgina. Sá stýrihópur skilaði af sér Matarstefnu Reykjavíkurborgar 2018 til 2020, sem lögð var fyrir borgarráð 30. apríl 2018. Samkvæmt stefnunni hefur Reykjavíkurborg gert það að yfirlýstu markmiði sínu að auka aðgengi að hollum mat, sjá yfirmarkmið C, og bæta matarmenningu, sjá yfirmarkmið D. Nánar tiltekið er markmið C2 að matur standist næringarviðmið með því að innleiða tilgreindar aðgerðir C2-1 til C2-6 fyrir lok ársins 2019. Þá segir í markmiði C3 að stofnanir skuli tryggja aðgengi að hollustu, samanber aðgerðir C3-1 sem innleiða á árunum 2019 og 2020. Þá er markmið D-2 að tekið verði tillit til einstaklingsbundinna þarfa, sjá markmið D2-2 um að matargestir með ofnæmi og óþol fái matvæli við hæfi, en um tímaáætlun segir að vinna að þessu markmiði sé stöðug. Þá er áréttað að Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti matarstefnuna með þeim fyrirvara að nýta skyldi stefnuna til upplýsingar og auknum fjármunum skyldi varið í að bæta gæði máltíða í stað þess að þenja út báknið.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga Viðar Eggertssonar, fulltrúa félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni:
Lagt er til að öldungaráð Reykjavíkurborgar feli velferðarsviði að láta gera könnun utanaðkomandi, óvilhallra og til þess bærra aðila, á máltíðum sem velferðarsviðið býður eldri borgurum upp á úr eldhúsi borgarinnar. Sérstaklega skal skoðað hversu vel máltíðirnar mæta lýðheilsumarkmiðum Embættis landlæknis og eins hvort fjölbreytni á máltíðum hvers dags sé nægileg með tilliti til heilsufars svo sem sykursýki og aðra algenga sjúkdóma meðal eldri borgara.
Frestað. R20090063
-
Fulltrúi Sjálfstæðisflokks leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Hver er staðan á innleiðingu markmiða C2-1 til C2-6 og D2-2 í matarstefnu Reykjavíkurborgar sem samþykkt var í borgarstjórn þann 15. maí 2018? Hver er staðan á stofnun matarhúss Reykjavíkur og hver hefur verið kostnaður við það ferli hingað til?
Vísað til umsagnar velferðarsviðs. R20090064
Fundi slitið klukkan 11:25
PDF útgáfa fundargerðar
oldungarad_0709.pdf