Öldungaráð - Fundur nr. 46

Öldungaráð

Ár 2020, mánudaginn 22. júní var haldinn 46. fundur öldungaráðs Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.35. Fundinn sátu Berglind Eyjólfsdóttir, Ólafur Kr. Guðmundsson, Rannveig Ernudóttir, Jóhanna Ragnarsdóttir, Bryndís Hagan, Álfhildur Hallgrímsdóttir og Baldur Magnússon.
Elísabet Pétursdóttir ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf Félags eldri borgara Reykjavíkur og nágrennis, dags. 19. júní 2020, þar sem fram kemur að Ingibjörg H. Sverrisdóttir tekur sæti í öldungaráði í stað Ellert B. Schram.

  2. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 28. maí 2020, þar sem óskað er eftir þátttöku tveggja fulltrúa öldungaráðs á fund hagsmunaaðila við gerð lýðræðisstefnu. 

    Samþykkt að fulltrúar Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni og Korpúlfar samtök eldri borgara í Grafarvogi, taki sæti í samráðshóp.

  3. Fram fer kynning á gerð velferðarstefnu til framtíðar. 

    -    Kl. 10.15 tekur Anna Kristinsdóttir sæti á fundinum. 

    Dís Sigurgeirsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  4. Fram fer kynning á verkefnum velferðarsviðs sem snúa að félagstarfi eldri borgara og átaksverkefnum í sumar vegna Covid-19.

    Þórhildur Guðrún Egilsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  5. Fram fer umræða um sumarleyfi fulltrúa ráðsins í júlí og ágúst.  

    Samþykkt að næsti fundur ráðsins verði haldinn 7. september 2020. Einnig að fundir ráðsins verði fyrsta mánudag hvers mánaðar.

Fundi slitið klukkan 10:48

PDF útgáfa fundargerðar
oldungarad_2206.pdf