Öldungaráð - Fundur nr. 45

Öldungaráð

Ár 2020, mánudaginn 11. maí var haldinn 45. fundur öldungaráðs Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10.00. Fundinn sátu Sjöfn Ingólfsdóttir, Ellert B. Schram, Bryndís Hagan og Baldur Magnússon. Einnig sat fundinn Anna Kristinsdóttir. Berglind Magnúsdóttir áheyrnarfulltrúi tók sæti með fjarfundarbúnaði. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Berglind Eyjólfsdóttir, Eva Kristín Hreinsdóttir, Jórunn Pála Jónasdóttir og Rannveig Ernudóttir. 
Elísabet Pétursdóttir ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf til fagráða frá skrifstofu borgarstjórnar dags. 29. apríl 2020, um samþykkt borgarstjórnar á tillögu um heimildir til frávika frá skilyrðum sveitastjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélagum - notkun fjarfundarbúnaðar.

    Fylgigögn

  2. Fram fer kynning á stöðu eldri borgara vegna Covid-19, fulltrúar frá Félagi eldri borgara, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Korpúlfar. 

    Jóhanna Ragnarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  3. Fram fer kynning á þjónustu við eldri borgara vegna Covid-19, frá áheyrnarfulltrúa velferðarsviðs. 

    Öldungaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Öldungaráð hvetur Reykjavíkurborg og ríkið til þess að vinna og stuðla að því að opnunartími í þjónustu við fullorðna (aldraða) sé sveigjanlegri og að tekið sé mið af því að um er að ræða þjónustu við fullorðið fólk sem hefur mismunandi þarfir. Einhverjir eru árrisulir á meðan aðrir eru lengi að koma sér í gang á daginn. Mikilvægt sé að mæta þessum mismunandi þörfum og óskum fólks því það muni auka og stuðla að betri líkamlegri og andlegri heilsu fólks.

  4. Fram fer kynning á Borgarvaktinni og næstu skrefum.

  5. Lagt fram bréf formanns íbúaráðs Miðborgar og Hlíða, dags. 11. mars 2020, vegna beiðni um tilnefningu öldungaráðs í bakhóp hverfisins.

    Samþykkt að formaður svari erindi og vísi á félagsmiðstöðvar og hagsmunaaðila hverfis.

  6. Fram fer umræða um sameiginlegan fund borgarstjórnar og öldungaráðs haustið 2020.

Fundi slitið klukkan 11:24

PDF útgáfa fundargerðar
oldungarad_1105.pdf