No translated content text
Öldungaráð
Ár 2020, mánudaginn 10. febrúar var haldinn 43. fundur öldungaráðs Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.40. Fundinn sátu Berglind Eyjólfsdóttir, Jóhann Helgason, Eva Kristín Hreinsdóttir, Jórunn Pála Jónasdóttir, Bryndís Hagan, Rannveig Ernudóttir. Einnig sat fundinn Berglind Magnúsdóttir og Elísabet Pétursdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á fyrirkomulagi hjúkrunarheimila.
- Kl. 9.57 tekur Anna Kristinsdóttir sæti á fundinum.
-
Fram fer kynning á samningsáherslum velferðarsviðs vegna samnings við SÍ um rekstur heimahjúkrunar.
-
Lagðar fram umsóknir í framkvæmdasjóð aldraða 2020, dags 6. febrúar 2020, ásamt beiðni um umsögn öldungaráðs.
Frestað.Samþykkt að boða til aukafundar þann 20. febrúar 2020.
-
Fram fer kynning á stýrihóp um þróun félagsmiðstöðva fyrir fullorðið fólk.
-
Fram fer kynning á starfslokum og hvernig er staðið að þeim. Tölfræði um starfshlutfall 60 ára og eldri hjá Reykjavíkurborg.
Auður Björgvinsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Lögð fram að nýju tillaga Flokks fólksins sem vísað var til meðferðar öldungaráðs af fundi velferðarráðs þann 4. desember 2019, um fordóma gagnvart öldruðum, ásamt viðbótarupplýsingum dags. 5. febrúar um efni tillögunnar.
Vísað frá.Öldungaráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Öldungaráð fagnar því að vakin sé athygli á aldursfordómum. Ráðið sér sér ekki ekki fært að samþykkja tillöguna eins og hún er lögð fram en ráðið mun hafa efni hennar að leiðarljósi í störfum sínum. Ráðið ræddi aldursfordóma á fundi sínum í nóvember og fékk kynningu þess efnis.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um opinn fund öldungaráðs og mögulegt þema.
Fundi slitið klukkan 11:30
PDF útgáfa fundargerðar
oldungarad_1002.pdf