Öldungaráð - Fundur nr. 42

Öldungaráð

Ár 2019, mánudaginn 20. janúar var haldinn 42. fundur öldungaráðs Reykjavíkurborgar.  Fundurinn var haldinn í ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.37. Fundinn sátu Berglind Eyjólfsdóttir, Álfhildur Hallgrímsdóttir, Jóhann Helgason, Ellert B. Schram, Eva Kristín Hreinsdóttir, Jórunn Pála Jónasdóttir, Bryndís Hagan, Rannveig Ernudóttir, og Ellert B. Schram. Einnig sátu fundinn Anna Kristinsdóttir, Berglind Magnúsdóttir og Elísabet Pétursdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

 1. Fram fer umræða um erindi velferðarsviðs dags. 18. desember 2019, um aðkomu öldungaráðs að opnun þjónustumiðstöðvar að Sléttuveg vor 2020. 

  –    Kl. 09.44 tekur Rannveig Ernudóttir sæti á fundinum.

  Fylgigögn

 2. Fram fer kynning á aðgerðum gegn aldursfordómum í verkefninu Aldursvænar borgir

  Fylgigögn

 3. Lögð fram tillaga Flokks fólksins sem vísað var til meðferðar öldungaráðs af fundi velferðarráðs þann 4. desember 2019, um fordóma gagnvart öldruðum. 
  Frestað. 

  Samþykkt að óska eftir frekari upplýsingum um efni tillögunnar.

  Fylgigögn

 4. Lagt fram fundardagatal öldungaráðs vor 2020.

  Fylgigögn

 5. Lögð fram bréf Gæða- og eftirlitsstofnunar félagsþjónustu og barnaverndar dags. 9. desember og 30. desember 2019, beiðnir um umsögn öldungaráðs vegna starfsleyfisumsókna. 

  Samþykkt að veita Huldu Fjólu Hilmarsdóttur jákvæða umsögn að því gefnu að sakavottorð umsækjanda standist kröfur Gæða- og eftirlitsstofnunar.
  Samþykkt að veita S16 ehf. jákvæða umsögn að því gefnu að sakavottorð umsækjanda standist kröfur Gæða- og eftirlitsstofnunar.

 6. Fram fer kynning á skýrslu um heimilisofbeldi og aldraða. 

  Öldungaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

  Öldungaráð Reykjavíkur fagnar nýútkominni skýrslu starfshóps um aldraða og heimilisofbeldi Ofbeldi gegn öldruðum er falinn málaflokkur og mikilvægt að vitundarvakning eigi sér stað á þessu sviði. Í skýrslunni, sem er faglega unnin, er að finna tillögur að úrbótum og meðal annars lagt til að útbúið verði upplýsingaefni til eldri borgara um heimilisofbeldi og ólíkar birtingamyndir þess.

  Halldóra Gunnarsdóttir og Valgerður Jónsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

  Fylgigögn

 7. Fram fer umræða um velferðarkaffi sem fram fer 31. janúar 2020.