Öldungaráð - Fundur nr. 41

Öldungaráð

Ár 2019, mánudaginn 9. desember var haldinn 41. fundur öldungaráðs Reykjavíkurborgar.  Fundurinn var haldinn í ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10.07. Fundinn sátu Berglind Eyjólfsdóttir, Álfhildur Hallgrímsdóttir, Baldur Magnússon, Bryndís Hagan, Sjöfn Ingólfsdóttir og Ellert B. Schram. Einnig sátu fundinn Anna Kristinsdóttir og Elísabet Pétursdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á fordómum gagnvart öldruðum. 

    – Kl. 10.11 tekur Rannveig Ernudóttir sæti á fundinum.

    Erna Indriðadóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf Félags eldri borgara Reykjavíkur og nágrennis dags. 22. nóvember 2019, þar sem fram kemur að Jóhanna Ragnarsdóttir tekur sæti sem varamaður í öldungaráði í stað Sjafnar Ingólfsdóttur.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram fundardagatal öldungaráðs vor 2020.  Ákveðið að fundir ráðsins verði áfram annan mánudag í mánuði.

    Fylgigögn

  4. Lögð bréf Gæða- og eftirlitsstofnunar félagsþjónustu og barnaverndar dags. 20. nóvember 2019 og 4. desember,  beiðnir um umsögn öldungaráðs vegna starfsleyfisumsókna. 

    Samþykkt að veita Jóhönnu Þorgilsdóttur jákvæða umsögn að því gefnu að sakavottorð og umsækjanda standist kröfur Gæða- og eftirlitsstofnunar.

    Samþykkt að veita Guðrúnu Heiðdísi Jónsdóttur jákvæða umsögn að því gefnu að sakavottorð umsækjanda standist kröfur Gæða- og eftirlitsstofnunar.

    Samþykkt að veita Helgu Agöthu Einarsdóttur jákvæða umsögn að því gefnu að sakavottorð umsækjanda standist kröfur Gæða- og eftirlitsstofnunar.

    Samþykkt að veita Þóru Björk Hlöðversdóttur jákvæða umsögn að því gefnu að sakavottorð umsækjanda standist kröfur Gæða- og eftirlitsstofnunar.

Fundi slitið klukkan 11:13

PDF útgáfa fundargerðar
oldungarad_0912_nr_41.pdf