Öldungaráð - Fundur nr. 40

Öldungaráð

Ár 2019, mánudaginn 11. nóvember var haldinn 40. fundur öldungaráðs Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10.07. Fundinn sátu Berglind Eyjólfsdóttir, Rannveig Ernudóttir, Álfhildur Hallgrímsdóttir, Jóhann Helgason, Jórunn Pála Jónasdóttir, Eva Kristín Hreinsdóttir, Bryndís Hagan og Ellert B. Schram. Einnig sátu fundinn Anna Kristinsdóttir, Berglind Magnúsdóttir, og Elísabet Pétursdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf Félags eldri borgara Reykjavíkur og nágrennis þann 5. nóvember 2019, þar sem fram kemur að Sjöfn Ingólfsdóttir tekur sæti sem aðalfulltrúi í öldungaráði í stað Gísla Jafetssonar.

  2. Lagt fram bréf Gæða- og eftirlitsstofnunar félagsþjónustu og barnaverndar dags. 10. október 2019, beiðni um umsögn öldungaráðs vegna starfsleyfisumsóknar.

    Öldungaráð samþykkir að veita Stefaníu Ólöfu Hafsteinsdóttur jákvæða umsögn að því gefnu að sakavottorð umsækjanda standist kröfur Gæða- og eftirlitsstofnunar.

  3. Fram fer kynning á Tæknikaffi Borgarbókasafns og kaffistundum safnsins.

    Þorbjörg Karlsdóttir verkefnastjóri Borgarbókasafns Reykjavíkur tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  4. Fram fer kynning á verkefninu endurhæfing í heimahúsum og kynningarmyndbandi.

    Guðrún Jóhanna Hallgrímsdóttir verkefnastjóri heimaþjónustu velferðarsviðs tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  5. Fram fer kynning á drögum að uppfærðum bæklingi velferðarsviðs til 75 ára og eldri. Drög.

    Þórhildur Guðrún Egilsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Fundi slitið klukkan 11:30