Öldungaráð
Ár 2015, 21. ágúst var haldinn 4. fundur öldungaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst 10.00. Fundinn sátu Guðrún Ágústsdóttir, Þórunn Sveinbjörnsdóttir, Hrafn Magnússon, Bryndís Torfadóttir og Sveinn Grétar Jónsson. Helga Kristín Hjörvar og Berglind Magnúsdóttir áheyrnarfulltrúi boðuðu forföll. Einnig sátu fundinn Anna Kristinsdóttir og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem var fundarritari.
Þetta gerðist:
1. Fram fer umræða um opinn borgarstjórnarfund öldungaráðs sem haldinn verður 22. september 2015.
- kl. 10.50 fer Þórunn Sveinbjörnsdóttir af fundi.
2. Fram fer umræða um réttindi aldraðra út frá helstu mannréttindasáttmálum.
Margrét Steinarsdóttir framkvæmdarstjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
3. Guðrún Ágústsdóttir sagði frá vettvangsferð öldungarráðs sem farin var þann 2. júní sl. Farið var á Droplaugastaði og Vitatorg og starfsemin kynnt fyrir ráðinu.
4. Fram fer umræða um starf ráðsins framundan.
Fundi slitið kl. 11:30
Guðrún Ágústsdóttir
Bryndís Torfadóttir Sveinn Grétar Jónsson
Hrafn Magnússon