Öldungaráð - Fundur nr. 39

Öldungaráð

Ár 2019, mánudaginn 7. október var haldinn aukafundur, 39. fundur öldungaráðs Reykjavíkurborgar.  Fundurinn var haldinn í ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10.04. Fundinn sátu Berglind Eyjólfsdóttir, Sveinbjörn Björnsson, Baldur Magnússon, Jórunn Pála Jónasdóttir,  Eva Kristín Hreinsdóttir, Gísli Jafetsson og Ellert B. Schram. Einnig sátu fundinn Anna Kristinsdóttir og Elísabet Pétursdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf Gæða- og eftirlitsstofnunnar félagsþjónustu og barnaverndar, dags. 18. september s.l., vegna beiðni um umsögn öldungaráðs vegna starfsleyfisumsóknar. 

    -    Kl. 10.10 tekur Rannveig Ernudóttir sæti á fundinum.

    Samþykkt að öldungaráð veiti jákvæða umsögn vegna starfsleyfisumsóknar Sinnum.

  2. Lagt fram bréf frá nefndarsviði Alþingis dags. 26. september s.l., vegna beiðni um umsögn öldungaráðs um tillögu til þingsályktunar um hagsmunafulltrúa aldraðra, 69. mál, ásamt umsögn öldungaráðs.
    Samþykkt.

Fundi slitið klukkan 11:00