Öldungaráð - Fundur nr. 38

Öldungaráð

Ár 2019, miðvikudaginn 2. október var haldinn 38. fundur öldungaráðs Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10.02. Fundinn sátu Berglind Eyjólfsdóttir, Rannveig Ernudóttir, Sveinbjörn Björnsson, Baldur Magnússon, Jórunn Pála Jónasdóttir, Eva Kristín Hreinsdóttir og Ellert B. Schram. Einnig sátu fundinn Anna Kristinsdóttir og Elísabet Pétursdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 19. september s.l., þar sem fram kemur að 
    samþykkt var á fundi borgarstjórnar þann 17. september 2019, að Berglind Eyjólfsdóttir taki sæti í öldungaráði í stað Guðrúnar Ögmundsdóttur. Jafnframt var samþykkt að Berglind verði formaður ráðsins.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 6. september s.l., þar sem fram kemur að 
    samþykkt var á fundi borgarstjórnar þann 3. september 2019, að Jórunn Pála Jónasdóttir taki sæti í öldungaráði í stað Björns Gíslasonar.

     

  3. Fram fer kosning varaformanns öldungaráðs. 
    Samþykkt að Jórunn Pála Jónasdóttir taki sæti sem varaformaður öldungaráðs.

  4. Lagt til að formaður öldungaráðs, Berglind Eyjólfsdóttir taki sæti í starfshóp til að sporna gegn heimilisofbeldi gegn öldruðum, í stað Guðrúnar Ögmundsdóttur. 
    Samþykkt.

    Fylgigögn

  5. Lagt fram fundardagatal öldungaráðs. 
    Samþykkt að fundir öldungaráðs verði haldnir annan mánudag í hverjum mánuði. 

    -    Kl. 10.12 tekur Rannveig Ernudóttir sæti á fundinum. 
    -    Kl. 10.15 tekur Eva Kristín Hreinsdóttir sæti á fundinum.

    Fylgigögn

  6. Lagt fram bréf gæða- og eftirlitsstofnunnar dags. 18. september s.l., vegna beiðni um umsögn öldungaráðs vegna starfsleyfisumsóknar. 
    Frestað.

    Samþykkt að halda aukafund mánudaginn 7.október.

  7. Lagt fram bréf frá nefndarsviði Alþingis dags. 26. september s.l., vegna beiðni um umsögn öldungaráðs um tillögu til þingsályktunar um hagsmunafulltrúa aldraðra, 69. mál.
    Frestað. 

    Samþykkt að afgreiða á aukafundi ráðsins 7. október.

    Fylgigögn

  8. Fram fer umræða um bækling til 75 ára og eldri. 

    Öldungaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Öldungaráð fagnar því að velferðarsvið sé að vinna nýja útgáfu að bækling til 75. ára og eldri. Ráðið leggur áherslu á að lokagerð bæklingsins sé lögð fyrir ráðið til skoðunar, áður en kemur til útgáfu hans. 

    Fylgigögn

  9. Fram fer umræða um opinn fund öldungaráðs og borgarstjórnar haust 2019

    Samþykkt að senda beiðni til forsætisnefndar um nýja dagsetningu fyrir opinn fund öldungaráðs og borgastjórnar.

Fundi slitið klukkan 11:09

PDF útgáfa fundargerðar
oldungarad_0210_nr_38.pdf