Öldungaráð - Fundur nr. 37

Öldungaráð

Ár 2019, miðvikudaginn 6. mars, var haldinn 37. fundur Öldungaráð. Fundurinn var haldinn í Ráðhús, Tjarnarbúð og hófst klukkan 10:36. Viðstödd voru Björn Gíslason, Rannveig Ernudóttir, Eva Kristín Hreinsdóttir, Gísli Jafetsson, Álfhildur Hallgrímsdóttir, Jóhann Helgason, Reynir Vilhjálmsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Anna Kristinsdóttir og Elísabet Pétursdóttir sem ritaði fundargerð

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á þjónustustefnu Reykjavíkurborgar – þjónusta við eldri borgara og 

    vefsíða Reykjavíkurborgar.

    Öldungaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Mikilvægt þegar ný þjónustustefna kemur til framkvæmda, að hún sé skýr og aðgengileg fyrir vana sem óvana. Þurfum að þróast mun hraðar í notendavænu viðmóti í upplýsingagjöf til eldra fólks. Að mikilvægt sé að fjármagn fylgi þjónustustefnu Reykjavíkurborgar.

    -    Kl. 10.39 tekur Bryndís Hagan sæti á fundinum.

    Arna Ýrr Sævarsdóttir, Þröstur Sigurðsson og Hreinn Valgerðar Hreinsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  2. Fram fer kynning á starfsemi Korpúlfa, félags eldri borgara í Grafarvogi.

    Birna Róbertsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  3. Fram fer kynning á opnum fundi öldungaráðs og borgarstjórnar þann 28. maí 2019.

Fundi slitið klukkan 11:30