Öldungaráð - Fundur nr. 34

Öldungaráð

Ár 2019, mánudaginn 4. febrúar, var haldinn 34. fundur Öldungaráð. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð, Ráðhús og hófst klukkan 10:00. Viðstödd voru Guðrún Ögmundsdóttir, Björn Gíslason, Rannveig Ernudóttir, Álfhildur Hallgrímsdóttir, Eva Kristín Hreinsdóttir, Ellert B. Schram, Gísli Jafetsson, Bryndís Hagan, Baldur Magnússon. Eftirtaldir gestir sátu fundinn: Berglind Magnúsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Anna Kristinsdóttir, Óskar J. Sandholt og Elísabet Pétursdóttir sem ritaði fundargerð

Þetta gerðist:

 1. Fram fer kynning á verklagsreglum öldungaráðs 2019.

  Fylgigögn

 2. Fram fer kynning á miðlægu fundargerðarkerfi Reykjavíkurborgar.

  Bjarni Þóroddson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

 3. Fram fer umræða um vinnufund öldungaráðs sem fram fer í Hannesarholti 14. febrúar nk. 
  frá kl. 9-12.

 4. Lagt fram svar félagsmálaráðuneytis dags. 25. janúar 2019, við tillögu öldungaráðs frá 17. 
  júlí 2018 sl., um slæma stöðu eldri innflytjenda.

  Fylgigögn

 5. Fram fer kynning á fasteignagjöldum eldri borgara.

  Helga Benediktsdóttir fjármálaskrifstofu og Helgi Þór Jónasson sérfræðingur í álagningu og innheimtu, taka sæti á fundinum undir þessum lið.

  Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 11:23