Öldungaráð - Fundur nr. 33

Öldungaráð

Ár 2018, mánudagur 7. janúar, var haldinn 33. fundur öldungaráðs Reykjavíkurborgar.  Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10:00. Fundinn sátu Guðrún Ögmundsdóttir, Björn Gíslason, Rannveig Ernudóttir, Sveinbjörn Björnsson, Eva Kristín Hreinsdóttir, Jóhann Helgason, Ellert B. Schram, Gísli Jafetsson, Bryndís Hagan og Berglind Magnúsdóttir, Anna Kristinsdóttir og Elísabet Pétursdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kosning varaformanns öldungaráðs Reykjavíkur. Björn Gíslason er kosinn 

    varaformaður.

     

  2. Fram fer kynning á skýrslu Háskóla Íslands, Greining á högum og líðan aldraðra á Íslandi 

    árið 2016.

    Helgi Guðmundsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  3. Lagt fram bréf velferðarráðs dags. 17. desember frá fundi velferðarráðs þann 12. 

    desember þar sem óskað er eftir umsögn frá öldungaráði vegna tillögu um skipun 

    hagsmunafulltrúa fyrir aldraða R18060224.

    Lögð fram svohljóðandi umsögn öldungaráðs Reykjavíkur:

    Í öldungaráði Reykjavíkur sitja m.a. fulltrúar félags eldri borgara í Reykjavík, Samtökum aldraðra og Korpúlfum. Umfang og umboð ráðsins hefur aukist til muna frá stofnun ráðsins.

    Öldungaráð Reykjavíkurborgar fer með verkefni samkvæmt 2. mgr. 38. gr. laga um

    félagsþjónustu sveitarfélaga þar sem fjallað er um þjónustu við aldraða og framkvæmd og þróun öldrunarmála. Öldungaráðið fer einnig með verkefni samkvæmt ákvæðum laga 125/1999 um málefni aldraðra.

    Meðal þeirra mála sem ráðið fjallar um eru þau mál sem talin eru upp í tillögunni. Rétt er að árétta það að nú þegar er starfandi umboðsmaður borgarbúa sem fer meðal annars með málefni eldri borgara. Í ljósi þess telur öldungaráð að ekki sé þörf á stofnun sérstaks hagsmunafulltrúa í Reykjavík fyrir aldraðra, í ráðinu sitja nú þegar fulltrúar allra hagsmunaaðila aldraðra í Reykjavík.

    Fylgigögn

  4. Fram fer umræða um bækling velferðarsviðs um þjónustu við eldri borgara í Reykjavík 

    2017.

    Fylgigögn

  5. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn frá FEB varðandi deiliskipulag að Háteigsvegi 35-59:

    Lóð sem FEB fékk vilyrði fyrir á fundi borgarstjórnar í apríl s.l. að Háteigsvegi 35-39 þar sem byggja mætti allt að 50 íbúðum á viðk. reit. Allt virðist þar stopp vegna skorts á deiliskipulagi. Óskað er eftir upplýsingum um hvað tefur úthlutun lóðar.

    Ákveðið að senda fyrirspurnina til umhverfis- og skipulagssviðs.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 11:23