Öldungaráð - Fundur nr. 32

Öldungaráð

Ár 2018, mánudagur 3. desember var haldinn 32. fundur öldungaráðs Reykjavíkurborgar.  Fundurinn var haldinn í ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10:00. Fundinn sátu Björn Gíslason, Sigríður A. Jóhannsdóttir, Álfhildur Hallgrímsdóttir, Rannveig Ernudóttir, Eva Kristín Hreinsdóttir, Jóhann Helgason og Berglind Magnúsdóttir, Anna Kristinsdóttir og Elísabet Pétursdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf frá skrifstofu borgarstjórnar, dags. 8. nóvember 2018, þar sem fram kemur að á fundi borgarstjórnar þann 6. nóvember 2018 var 6. liður fundargerðar forsætisnefndar frá 2. nóvember 2018; samþykktir öldungaráðs, samþykktur.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf frá skrifstofu borgarstjórnar, dags. 30. nóvember 2018, þar sem fram kemur að á fundi borgarstjórnar þann 20. nóvember 2018 var samþykkt að Guðrún Ögmundsdóttir, Björn Gíslason og Rannveig Ernudóttir taki sæti í öldungaráði Reykjavíkurborgar. Varamenn eru Sigríður A. Jóhannsdóttir, Ólafur Kr. Guðmundsson og Alexandra Briem.

  3. Lagðar fram eftirfarandi tilnefningar fulltrúa í öldungaráð Reykjavíkurborgar: Frá Félagi 

    eldri borgara taka sæti Ellert B. Scram, Bryndís Hagan og Gísli Jafetsson. Varamenn eru Þorbjörn Guðmundsson, Sigríður Snæbjörnsdóttir og Reynir Vilhjálmsson. Frá Samtökum aldraðra tekur sæti Álfhildur Hallgrímsdóttir, varamaður er Sveinbjörn Björnsson. Frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins tekur sæti Eva Kristín Hreinsdóttir, varamaður er Anna Ólafsdóttir. Fyrir hönd Korpúlfa tekur sæti Jóhann Helgason, varamaður er Baldur Magnússon.

  4. Lagt fram fundardagatal öldungaráðs vor 2019.

     

    Fylgigögn

  5. Lögð fram tillaga Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni um heimaþjálfun, dags.23. ágúst 2018, ásamt umsögn velferðarsviðs frá 22. nóvember 2018 R18090197.

    Tillögu vísað frá á grundvelli upplýsinga í umsögn velferðarsviðs.

    Fylgigögn

  6. Fram fer kynning á verksviði öldungaráðs á grundvelli nýrra laga um félagsþjónustu aldraðra.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 10:59