Öldungaráð - Fundur nr. 3

Öldungaráð

Ár 2015, 8. maí var haldinn 3. fundur öldungaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst 10.06. Fundinn sátu Guðrún Ágústsdóttir, Kjartan Magnússon, Þórunn Sveinbjörnsdóttir, Helga Kristín Hjörvar, Ingólfur Antonsson og Hrafn Magnússon. Sveinn Grétar Jónsson boðaði forföll. Einnig sátu fundinn Anna Kristinsdóttir og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem var fundarritari.

Þetta gerðist:

1. Guðrún Ágústsdóttir sagði frá vettvangsferð öldungarráðs sem farin var þann 22. apríl sl. Farið var í Borgir og þar var meðal annars kynnt starfssemi Korpúlfa sem eru samtök eldri borgara.  Einnig var farið í félagsmiðstöðina í Hæðargarði 31 og starfsemin kynnt fyrir ráðinu. Á báðum stöðum var tekið afar vel á móti ráðsmönnum.

2. Rætt var um opinn borgarstjórnarfund með eldri borgurum sem halda á haustið 2015. Formaður sagði frá fundi sem hún átti með Sóleyju Tómasdóttur forseta borgarstjórnar á dögunum. Kveðið var að tileinka fundinn fyrst og fremst kosningaþátttöku kvenna og halda hann í október. Mannréttindaskrifstofa mun senda erindi til forsætisnefndar varðandi fundinn og vinna með ráðinu að útfærslu hans. 

3. Lagðar voru  fram þær tilnefningar tengiliða sviða við öldungarráð sem borist hafa. Tengiliður fyrir umhverfis – og samgöngusvið er Steinunn Rögnvaldsdóttir og Signý Pálsdóttir er tengiliður við menningar- og ferðamálasvið. Öldungaráð mun óska eftir því að eiga áheyrnarfulltrúa í starfshópi sem fjallar um aldursvænar borgir. Mannréttindaskrifstofa mun senda erindi til velferðarsviðs. 

4. Rætt var um stöðu mála varðandi hagsmunamál eldra fólks og þá þjónustu sem borgin er að veita.  Berglind Magnúsdóttir skrifstofustjóri velferðarsviðs og áheyrnarfulltrúi öldungarráðs  tók sæti á fundinum undir þessum lið. Rætt var um að óska eftir vefgátt fyrir öldungaráð sem verði til staðar næsta haust. Ákveðið var að fara í vettvangsferð þriðjudaginn 2. júní kl.10.00 og stefnt er að því að fara á Droplaugastaði og á Vitatorg.

Fundi slitið kl. 11:59

Guðrún Ágústsdóttir

Kjartan Magnússon Þórunn Sveinbjörnsdóttir

Hrafn Magnússon