Öldungaráð - Fundur nr. 29

Öldungaráð

Ár 2018, mánudagur 13. ágúst var haldinn 29. fundur öldungaráðs Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10.00. Fundinn sátu Guðrún Ögmundsdóttir, Björn Gíslason, Ellert B. Schram, Álfhildur Hallgrímsdóttir, Anna Kristinsdóttir og Elísabet Pétursdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf dags skrifstofu borgarstjórnar, 19. júní 2018, um kosningu fulltrúa í Öldungaráð Reykjavíkurborgar. Eftirfarandi fulltrúar voru kosnir á fundi borgarstjórnar þann 19. júní til fjögurra ára: þau Guðrún Ögmundsdóttir og Björn Gíslason. Varamenn eru Sigríður Arndís Jóhannsdóttir og Olafur Kr. Guðmundsson.

    Fylgigögn

  2. Lögð fram tilkynning um tilnefningar fulltrúa í Öldungaráð Reykjavíkurborgar  frá Samtökum aldraðra og Félagi eldri borgara. Tveir fulltrúar taka sæti frá félagi eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, Ellert B. Schram og Bryndís Hagan. Varamenn eru Sjöfn Ingólfsdóttir og Brynjólfur I. Sigurðsson. Einn fulltrúi tekur sæti frá Samtökum aldraðra, Álfhildur Hallgrímsdóttir og varamaður er Sveinbjörn Björnsson.  

  3. Lagt fram yfirlit yfir störf ráðsins 2016-2018, til kynningar fyrir nýja fulltrúa.

    Fylgigögn

  4. Fram fer umræða um núverandi samþykktir öldungaráðs og mögulegar breytingar. Mannréttindaskrifstofu er falið að vinna drög að breyttum samþykktum í samráði við velferðarsvið.

    Fylgigögn

  5. Lagt fram minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 18. júní 2018, um ný og breytt ákvæði um notendaráð.

    Fylgigögn

  6. Fram fer umræða um fundardagatal ráðsins.

Fundi slitið klukkan 11:00