Öldungaráð - Fundur nr. 28

Öldungaráð

Ár 2018, fimmtudaginn 31. maí, var haldinn 28. fundur öldungaráðs Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Mávahlíð 30 og hófst kl. 18:22. Fundinn sátu Guðrún Ágústsdóttir, Kjartan Magnússon, Þórunn Sveinbjörnsdóttir, Bryndís Hagan, Sveinn Grétar Jónsson, Berglind Magnúsdóttir og Elísabet Pétursdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1.    Fram fer kynning á verkefnum og viðburðum ráðsins frá stofnun og lögð fram samantekt um störf öldungaráðs frá 2016-2018. 
Samþykkt.
Vísað til borgarráðs.

Öldungaráð Reykjavíkurborgar leggur fram svohljóðandi bókun:

Öldungaráð bendir á að hægt væri að nýta ráðið enn betur og fela því aukin verkefni. Á þessum árum sem ráðið hefur starfað hefur frumkvæði komið að miklu leyti frá ráðinu sjálfu. í því samhengi er vakin athygli á breytingu á 19. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr.40/1991 með síðari breytingum (innleiðing samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, stjórnsýsla og húsnæðismál). Þar er talað um „öldungaráð“ í stað „þjónustuhóps aldraðra“, eins og áður var. Öldungaráð lýsir yfir ánægju sinni með frumkvæði Reykjavíkurborgar við stofnun ráðsins og hefur það á sínum starfstíma átt ánægjulegt samstarf við stofnanir og starfsfólk borgarinnar, en einnig við einstaklinga og félagasamtök sem hafa verið gestir ráðsins. 

2.    Fram fer kynning á nýjum bæklingum velferðarsviðs.

Öldungaráð Reykjavíkurborgar leggur fram svohljóðandi bókun: 

Mikil ánægja er með bæklingana „Stefna velferðarsviðs Reykjavíkurborgar í velferðartækni“ og „Reykjavík aldursvæn og heilsueflandi borg“ um málefni aldraðra og við fögnum þessu sem mikilvægri viðbót í upplýsingagjöf til eldri borgara.

3.    Fram fer umræða um afgreiðslu borgarráðs dags. 17. maí 2018 á tillögu öldungaráðs um nauðsyn þess að auka samráð til að bæta stöðu eldri innflytjenda á Íslandi. R18050010.

-    Kl. 18:50 tekur Kjartan Magnússon sæti á fundinum.

Öldungaráð Reykjavíkurborgar leggur fram svohljóðandi tillögu:

Öldungaráð fagnar því að tillagan um eldri innflytjendur hafi verið send til áframhaldandi vinnslu til velferðarnefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, samstarfsnefnd félagsmálastjóra og skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 17. maí 2018. En leggur til að tillagan verði einnig send í velferðarráðuneytið. 

Samþykkt.

Fundi slitið kl. 19:10

Guðrún Ágústsdóttir

Sveinn Grétar Jónsson     Kjartan Magnússon
Þórunn Sveinbjörnsdóttir    Bryndís Hagan