Öldungaráð - Fundur nr. 27

Öldungaráð

Ár 2018, miðvikudaginn 2. maí, var haldinn 27. fundur öldungaráðs Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Dótabúð og hófst kl. 11:10. Fundinn sátu Guðrún Ágústsdóttir, Kjartan Magnússon, Þórunn Sveinbjörnsdóttir, Bryndís Hagan, Sveinn Grétar Jónsson, Berglind Magnúsdóttir, Halldóra Gunnarsdóttir og Elísabet Pétursdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1.    Fram fer kynning á heilsueflingu aldraðra hjá Reykjavíkurborg.

Sigríður Arndís Jóhannsdóttir, verkefnastjóri hjá þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða, tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

2.    Fram fer umræða um að bæta kjör erlendra eldri borgara, í kjölfar opins fundar öldungaráðs sem fram fór 10. apríl s.l. undir yfirskriftinni: Eldri innflytjendur – Hver er staða þeirra?

Lögð fram svohljóðandi tillaga öldungaráðs Reykjavíkurborgar:

Öldungaráð Reykjavíkur efndi á dögunum til ráðstefnu þar sem fjallað var um kjör aldraðra sem eru af erlendu bergi brotnir. Þar kom fram að kjör þessa fólks eru oft afar léleg. Það stafar ekki síst af því að aldraðir sem eru af erlendum uppruna eiga ekki rétt á tekjutryggingu nema aðeins að hluta til. Lagaákvæðin kveða á um að fólk fái fyrst fulla tekjutryggingu þegar það hefur búið á Íslandi í 40 ár. Framundan er mikil fjöldun aldraðra af erlendum uppruna af fyrstu, annarri eða þriðju kynslóð. Það er nauðsynlegt að samfélagið allt, borg, ríki og samtök aldraðra búi sig undir það að þessu fólki fer fjölgandi. Telur öldungaráðið að borgin og Félag eldri borgara í Reykjavík þyrftu að efna til samstarfs við ríkið og önnur sveitarfélög um að móta stefnu og tillögur um það hvernig lífskjör aldraðra af erlendum uppruna verða öruggari en nú er. R18050010

Tillagan samþykkt og henni vísað til borgarráðs.

3.    Lagt fram erindisbréf um stofnun starfshóps um heimilisofbeldi gegn öldruðum og óskað eftir fulltrúa öldungaráðs í starfshópinn. 

Tilnefnd er fyrir hönd öldungaráðs Guðrún Ágústsdóttir, formaður öldungaráðs Samþykkt.

4.    Fram fer umræða um lokafund öldungaráðs Reykjavíkurborgar fyrir borgarstjórakosningar n.k. Síðasti fundur ráðsins verður haldinn 6. júní.

5.    Fram fer kynning á fundi Reykjavíkurborgar, Landspítala og Heilbrigðisráðuneytis um stefnumótun í öldrunarmálum sem fram fór 25.- 7. maí s.l. í Höfða 

Fundi slitið kl. 12:35

Guðrún Ágústsdóttir

Sveinn Grétar Jónsson     Kjartan Magnússon

Þórunn Sveinbjörnsdóttir    Bryndís Hagan