Öldungaráð
Ár 2018, miðvikudaginn 18. apríl var haldinn 26. fundur öldungaráðs Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Bárubúð og hófst kl. 10.00. Fundinn sátu Guðrún Ágústsdóttir, Kjartan Magnússon, Sjöfn Ingólfsdóttir, Þórunn Sveinbjörnsdóttir, Berglind Magnúsdóttir, Anna Kristinsdóttir og Elísabet Pétursdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Fram fer kynning á verkefninu Saman gegn ofbeldi og lögð fram drög að erindisbréfi um
stofnun starfshóps um heimilisofbeldi gegn öldruðum.
Halldóra Gunnarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
- Kl. 10.30 tekur Kjartan Magnússon sæti á fundinum.
2. Fram fer kynning á verkefninu Aldursvænar borgir.
Þórhildur Egilsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
3. Fram fer kynning á stefnu Reykjavíkurborgar í málefnum innflytjenda, flóttafólks og
umsækjenda um alþjóða vernd 2018-20120. R 17060134
Elín Oddný Sigurðardóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
4. Fram fer umræða um opin fund öldungaráðs sem fór fram 10. apríl s.l. Eldri
innflytjendur – Hver er staða þeirra. Hver eru næstu skref?
Samþykkt að fela formanni að útbúa tillögu til borgarráðs.
5. Fram fer kynning á fréttum af vettvangi velferðarsviðs.
6. Fram fer kynning á nýjum reglum við úthlutun á þjónustuíbúðum.
Fundi slitið kl. 12.07
Guðrún Ágústsdóttir
Sjöfn Ingólfsdóttir Kjartan Magnússon
Þórunn Sveinbjörnsdóttir