Öldungaráð - Fundur nr. 25

Öldungaráð

Ár 2018, þriðjudaginn 10. apríl var haldinn 25. fundur öldungaráðs Reykjavíkurborgar.  Fundurinn var haldinn í Tjarnarsal, Ráðhúss Reykjavíkur og hófst kl. 9.00. Fundinn sátu Guðrún Ágústsdóttir, Ingólfur Antonsson, Þórunn Sveinbjörnsdóttir, Berglind Magnúsdóttir. einnig tóku sæti á fundinum eftirtaldir gestir: Barbara Jean Kristvinsson, Edda Ólafsdóttir, Igbale Cena, Andrzej Stodulski, Kristín Anna Björnsdóttir, Halldóra Jóhannesdóttir, Margrét Jónsdóttir og Anna Kristinsdóttir. Fundarritari var Elísabet Pétursdóttir.

Þetta gerðist:

1.    Guðrún Ágústdóttir setur fundinn og heldur ávarp um yfirskrift fundarins; Eldri 

innflytjendur – Hver er staða þeirra?

2.    Barbara Jean Kristvinsson, sérfræðingur í málefnum innflytjenda heldur ávarp; Hver er staða eldri innflytjenda?

3.    Edda Ólafsdóttir, félagsráðgjafi á skrifstofu velferðarsviðs Reykjavíkurborgar heldur ávarp; Að eldast í nýju landi - Að hverju þarf að huga í þjónustu við eldri innflytjendur og flóttafólk?

4.    Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður landsambands eldri borgara og fulltrúi öldungaráðs Reykjavíkurborgar heldur ávarp; Hver er mannauðurinn sem við verðum að sinna og hafa í okkar liði? 

5.    Igbale Cena heldur ávarp um reynslu innflytjenda. Erindið fer fram á serbnesku og túlkað yfir á íslensku

6.    Andrzej Stodulski heldur ávarp um reynslu innflytjenda. Erindið fer fram á pólsku og túlkað yfir á íslensku

7.    Fram fara umræður og spurningar fundargesta. Í pallborði sitja ásamt fyrirlesurum; Kristín Anna Björnsdóttir verkefnastjóri í Hæðargarði og Hvassaleiti frá félagsstarfi eldri borgara, Halldóra Jóhannesdóttir lögfræðingur og Margrét Jónsdóttir deildarstjóri lífeyrismála Tryggingastofnunar.

Fundi slitið kl. 11:00

Guðrún Ágústsdóttir

Ingólfur Antonsson    Þórunn Sveinbjörnsdóttir