Öldungaráð - Fundur nr. 24

Öldungaráð 

Ár 2018, miðvikudaginn 21. mars var haldinn 24. fundur öldungaráðs Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð og hófst kl. 10.00. Fundinn sátu Guðrún Ágústsdóttir, Bryndís Hagan, Kjartan Magnússon. Einnig sátu fundinn Ellert B. Schram, Hrafn Magnússon, Anna Kristinsdóttir og Elísabet Pétursdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1.    Fram fer samráðsfundur öldungaráðs Reykjavíkur og Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, FEB.

2.    Fram fer kynning á starfsemi öldungaráðs Reykjavíkur frá stofnun þess. 

3.    Fram fer kynning á opnum fundi öldungaráðs „Eldri innflytjendur – Hver er staða þeirra?“ sem haldinn verður þann 10. apríl n.k. 

Öldungaráð leggur fram svohljóðandi tillögu:

Öldungaráð óskar eftir að FEB og Grái herinn taki þátt í opna fundinum 10. apríl og að félögin komi að því að kynna fundinn svo að flestir viti af honum.

Samþykkt

4.    Fram fer umræða um skýrslu starfshóps um leiðir til þess að auka kosningaþátttöku og þá einkum aðgerðir til að auka kosningaþátttöku eldri kvenna 80 ára og eldri. 

5.    Fram fer umræða um mikilvægi aukins samstarfs um málefni eldri borgara, á milli FEB og öldungaráðs Reykjavíkur.

Fundi slitið kl. 11.15

Guðrún Ágústsdóttir

Bryndís Hagan    Kjartan Magnússon