Öldungaráð - Fundur nr. 23

Öldungaráð

Ár 2018, miðvikudaginn 7. mars var haldinn 23. fundur öldungaráðs Reykjavíkurborgar.  Fundurinn var haldinn í Bárubúð og hófst kl. 10.00. Fundinn sátu Guðrún Ágústsdóttir, Ingólfur Antonsson, Bryndís Hagan, Þórunn Sveinbjörnsdóttir, Berglind Magnúsdóttir, Anna Kristinsdóttir og Elísabet Pétursdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1.    Fram fer kynning á stöðu eldri innflytjenda kvenna í Reykjavík og tölfræði vegna 

fjölskyldusameiningar innflytjenda.

-    Kl. 10.21 tekur Berglind Magnúsdóttir sæti á fundinum. 

Öldungaráð leggur fram svohljóðandi tillögu:

Að öldungaráð Reykjavíkurborgar standi að opnum morgunverðarfund í samráði við aðra hagsmunaaðila þann  10. apríl um stöðu eldri innflytjenda í Reykjavík.

Samþykkt

Barbara Jean Kristvinsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

2.    Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 22. desember 2017, sbr. samþykkt borgarráðs frá 21. desember 2017 á tillögu borgarstjóra, dags. 19. desember 2017, um tímabundna fjölgun funda öldungaráðs á árinu 2018.

3.    Fram fer umræða um heimsókn öldungaráðs Reykjavíkurborgar til öldungaráðs Hafnarfjarðar þann 23. mars n.k. kl. 10.

4.    Fram fer umræða um samráðsfund öldungaráðs Reykjavíkurborgar og félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni þann 21. mars n.k. kl. 10

5.    Fram fór kynning á könnun á verkefnum og framgangi öldungaráða hjá sveitarfélögum 

landsins á vegum Landsambands eldri borgara.

-    Kl. 10.30 víkur Bryndís Hagan af fundinum. 

6.    Fram fór kynning á fréttum af vettvangi velferðarsviðs. 

Öldungaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

Mikilvægt er að hefja uppbyggingu íbúða fyrir eldri borgara. Það veldur hinsvegar vanda og erfiðleikum þegar aðilar sem standa fyrir byggingarframkvæmdum eins og Samtök aldraðra og Félag eldri borgara verða fyrir alvarlegum töfum að hálfu skipulagssviðs Reykjavíkurborgar.

Fundi slitið kl. 11.47

Guðrún Ágústsdóttir

Bryndís Hagan    Ingólfur Antonsson

Þórunn Sveinbjörnsdóttir