Öldungaráð - Fundur nr. 22

Öldungaráð

Ár 2018, miðvikudaginn 31. janúar var haldinn 22. fundur öldungaráðs Reykjavíkurborgar.  Fundurinn var haldinn í Bárubúð og hófst kl. 10.00. Fundinn sátu Guðrún Ágústsdóttir, Kjartan Magnússon, Bryndís Hagan, Þórunn Sveinbjörnsdóttir, Berglind Magnúsdóttir og Elísabet Pétursdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1.    Fram fer kynning á stefnu Reykjavíkurborgar á sviði velferðartækni.

Þórhildur Egilsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

2.    Fram fer kynning á vinnu starfshóps um leiðir til að auka kosningaþátttöku. 

Tómas Ingi Adolfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

3.    Fram fer kynning á uppbyggingu hjúkrunarheimilis og öldrunarseturs við Sléttuveg. 

Sigurður Garðarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

4.    Fram fer umræða um fjölgun og fyrirkomulag funda öldungaráðs á árinu 2018. 

Lagt til að haldinn verði sameiginlegur fundur með félagi eldri borgara í febrúar.

Samþykkt 

5.    Fram fer umræða um hálku í borginni og vandamál vegna hálku í borginni sem bitnar mjög á öldruðum. 

Öldungaráð samþykkir að fela formanni að senda erindi vegna málsins til umhverfis- og skipulagssviðs.

6.    Fram fer kynning á fréttum af vettvangi velferðarsviðs. 

Fundi slitið kl. 11.48

Guðrún Ágústsdóttir

Bryndís Hagan    Kjartan Magnússon

Þórunn Sveinbjörnsdóttir