Öldungaráð - Fundur nr. 21

Öldungaráð

Ár 2017, miðvikudaginn 29. nóvember var haldinn 21. fundur öldungaráðs Reykjavíkurborgar.  Fundurinn var haldinn í Bárubúð og hófst kl. 10.00. Fundinn sátu Guðrún Ágústsdóttir, Sveinn Grétar Jónsson, Sjöfn Ingólfsdóttir, Berglind Magnúsdóttir, Halldóra Gunnarsdóttir og Elísabet Pétursdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1.    Fram fer kynning á fréttum af vettvangi velferðarsviðs.

2.    Fram fer umræða um stöðu öldrunarmála í fjárhagsáætlun.

3.    Fram fer kynning á vinnu við stefnu í velferðartækni. Formaður öldungaráðs Guðrún Ágústsdóttir situr í stýrihópi um stefnumótun í velferðartækni. 

4.    Lögð fram tilkynning um stýrihóp um stefnu í málefnum aldraðra til næstu 5. ára undir stjórn Elínar Oddnýjar Harðardóttur. Lögð fram drög um stefnu í öldrunarmálum til næstu fimm ára sem óskað er eftir að öldungaráð veiti umsögn um.

-    Kl. 11.36 víkur Sveinn Grétar Jónsson af fundi.

Fundi slitið kl. 11.48

Guðrún Ágústsdóttir

Sjöfn Ingólfsdóttir