Öldungaráð - Fundur nr. 2

Öldungaráð

Ár 2015, 27. mars var haldinn 2. fundur öldungaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst 10.06. Fundinn sátu Guðrún Ágústsdóttir, Kjartan Magnússon, Þórunn Sveinbjörnsdóttir og Sveinn Grétar Jónsson og Hrafn Magnússon, Einnig sátu fundinn Anna Kristinsdóttir og Joanna Marcinkowska sem var fundarritari.

Þetta gerðist:

1. Kynning á stefnu Reykjavíkurborgar í málefnum eldri borgara til ársins 2017 og aðgerðaráætlun. Berglind Magnúsdóttir skrifstofustjóri velferðarsviðs kom á fundinn.

Lagt til að velferðarsvið tilnefni áheyrnafulltrúa öldungarráðs.

Samþykkt.

2. Lagt til að Kjartan Magnússon verði skipaður varaformaður öldungaráðs.

Samþykkt.

3. Erindi varðandi aðgengi eldra fólks að göngustígum lagt fram. Samþykkt að vísa erindinu til ferlinefndar og umhverfis- og skipulagssviðs.

4. Tilnefningar tengiliða sviða við öldungaráð. Ómar Einarsson verður tengiliður fyrir ÍTR.

5. Farið verður í kynnisferðir um stofnarnir fyrir aldraða í borginni. Guðrún Ágústsdóttir og Þórunn Sveinbjörnsdóttir munu skipuleggja ferðir.

Samþykkt var að boða varamenn öldungaráðs á fund ráðsins 22. apríl og Margréti Steinarsdóttur framkvæmdastjóra Mannréttindaskrifstofu Íslands til að kynna ákvæði varðandi eldra fólk út frá mannréttindasáttmálum

Fundi slitið kl. 11:30

Guðrún Ágústsdóttir

Kjartan Magnússon Þórunn Sveinbjörnsdóttir

Sveinn Grétar Jónsson Hrafn Magnússon