Öldungaráð - Fundur nr. 19

Öldungaráð

Ár 2017, miðvikudaginn 30. ágúst, var haldinn 19. fundur öldungaráðs Reykjavíkurborgar Fundurinn var haldinn í Bárubúð og hófst kl. 10.00. Fundinn sátu Guðrún Ágústsdóttir, Kjartan Magnússon, Þórunn Sveinbjörnsdóttir, Sveinn Grétar Jónsson, Anna Kristinsdóttir og Elísabet Pétursdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Bryndís Torfadóttir tekur sæti sem fulltrúi öldungaráðs Reykjavíkur í stað Hrafns Magnússonar. 

Öldungaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

Þökkum fráfarandi fulltrúa öldungaráðs Hrafni Magnússyni fyrir góð störf og bjóðum Bryndísi Torfadóttur velkomna til starfa en hún hefur verið varamaður í öldungaráði Reykjavíkur frá upphafi.

2. Fram fer kynning á vinnu við stefnumótun í málefnum aldraða 2017-2022.

Elín Oddný Sigurðardóttir, varaformaður velferðaráðs, tekur sæti undir þessum lið.

3. Fram fer kynning á hvernig starfslokum starfsmanna Reykjavíkurborgar er háttað.

Ragnhildur Ísaksdóttir, starfsmannastjóri Reykjavíkurborgar og Auður Björgvinsdóttir teymisstjóri taka sæti undir þessum lið.

4. Fram fer kynning á fréttum af vettvangi velferðarsviðs.

5. Fram fer umræða um undirbúning opins borgarstjórnarfundar.

Fundi slitið kl. 11.39

Guðrún Ágústsdóttir

Þórunn Sveinbjörnsdóttir  Sveinn Grétar Jónsson

Kjartan Magnússon