Öldungaráð - Fundur nr. 18

Öldungaráð

Ár 2017, miðvikudaginn 26. apríl var haldinn 18. fundur öldungaráðs Reykjavíkurborgar Fundurinn var haldinn í Bárubúð og hófst kl. 10.00. Fundinn sátu Guðrún Ágústsdóttir, Bryndís Torfadóttir, Þórunn Sveinbjörnsdóttir, Hrafn Magnússon, Ingólfur Antonsson, Berglind Magnúsdóttir,  Anna Kristinsdóttir og Elísabet Pétursdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf, dags. 27. febrúar 2017, um tilnefningu fulltrúa öldungaráðs Reykjavíkur

hverfisráð Grafarvogs R17020229.

Lagt til að vísa erindi frá síðasta fundi, dags, 17. febrúar 2017, um samráð og samstarf öldungaráðs við hverfisráð Reykjavíkurborgar, til forsætisnefndar.

Samþykkt

2. Fram fer kynning á verkefni LSH og velferðarsviðs um sérstaka heimaþjónustu fyrir aldraða.

3. Fram fer kynning á samningi Sjúkratryggingar Íslands um rekstur hjúkrunarheimila og kröfulýsing sem henni fylgir.

4. Fram fer kynning á samvinnu milli velferðarsviðs og Hrafnistu/DAS um uppbyggingu á þjónustu við hjúkrunarheimilið við Sléttuveg.

5. Fram fer umræða um tillögur vegna breytinga á deiliskipulagi Sléttuvegar.

Öldungaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

Öldungaráði hafa borist tillögur á breytingum á deiliskipulagi Sléttuvegar. Öldungaráðinu líst mjög vel á þá breytingu sem þarna er fyrirhuguð en bendir á að skipulag reita skiptir gamalt fólk, sérstaklega eldri hóp þess, miklu máli. Má þar nefna ferðamöguleika, gönguleiðir, almenningssamgöngur, nálægð við verslun og þjónustu og möguleika til þess að njóta menningarlífs. Ennfremur getur verið æskilegt að dreifa sérhæfðum íbúðum fyrir aldraðra í framtíðinni, meira um borgina en þarna er gert. Í þessu samhengi má meðal annars benda á skýrslurnar Starfshópur um heilsueflingu aldraðra og Reykjavík, aldursvæn borg: niðurstöður úrvinnslu tillagna frá rásfundi verkefnisins dags, nóvember 2016.

6. Fram fer kynning á vinnu við stefnumótun í málefnum aldraða til ársins 2022.

7. Fram fer kynning á heimsókn ráðsins til skipulagssvið sem fram fór þann 27. mars s.l.

Öldungaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

Öldungaráð fór á fund hjá umhverfis- og skipulagssviði þann 27. mars 2017. Björn Axelsson skipulagsfulltrúi, Guðlaug Erna Jónsdóttir arkitekt og Ævar Harðarson tóku á móti ráðinu og kynntu yfirstandandi og nýafstaðna vinnu við hverfaskipulag borgarinnar. Fundurinn var mjög gagnlegur og upplýsandi og mun án efa efla frekara samstarf á milli ráðsins og skipulagsviðs.

- Kl. 11.20 víkur Hrafn Magnússon af fundi og Bryndís Torfadóttir tekur sæti á fundinum.

8. Fram fer umræða um undirbúning opins borgarstjórnarfundar.

9. Fram fer kynning á verkefni um teymisvinnu sem skoðar þjónustu við aldraða í heimahúsum. Unnið er með hagsmunahópum, ráðgjöfum, starfsfólki í heimaþjónustu og öldruðum sjálfum. Lagðar skriflegar spurningar fyrir ráðið.

Líney Úlfarsdóttir sálfræðingur þjónustumiðstöðvar Laugardals og Háaleitis, tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Fundi slitið kl. 11.59

Guðrún Ágústsdóttir

Bryndís Torfadóttir Þórunn Sveinbjörnsdóttir

Kjartan Magnússon Ingólfur Antonsson