No translated content text
Öldungaráð
Ár 2017, miðvikudaginn 15. febrúar var haldinn 17. fundur öldungaráðs Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Bárubúð og hófst kl. 9.40. Fundinn sátu Guðrún Ágústsdóttir, Þórunn Sveinbjörnsdóttir, Sveinn Grétar Jónsson, Hrafn Magnússon, Berglind Magnúsdóttir, Elísabet Pétursdóttir og Anna Kristinsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Fram fer kynning á heimsókn öldungaráðs til Samtaka aldraða sem fram fór þann 11 janúar sl..
2. Lagður fram til kynningar samningur á milli Sjúkratrygginga Íslands og velferðasviðs R17010211
Öldungaráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Öldungaráðið lýsir yfir ánægju sinni með samninginn.
3. Lagt fram bréf velferðarráðs til velferðarráðuneytis ásamt bréfi borgarstjóra til heilbrigðisráðherra um uppbyggingu hjúkrunarheimila. R16100030
4. Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. febrúar, 2017 um þjónustu fyrir eldri borgara í Reykjavík, ásamt bæklingi um þjónustuna.
5. Fram fer umræða um aðkomu öldungaráðs að hverfaráðum borgarinnar.
Mannréttindaskrifstofu falið að senda bréf til hverfisráða.
6. Fram fer kynning á niðurstöðum úr stýrihópi aldursvænna borga.
Öldungaráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Öldungaráð lýsir yfir ánægju með þá vinnu sem fram hefur farið í starfshópnum og þær tillögur sem lagðar hafa verið fram. Öldungaráð mun í framhaldi kynningarinnar óska eftir kynningu á starfi umhverfis- og skipulagssviðs vegna skipulags borgarinnar út frá sjónarhóli eldri borgara.
Tómas Ingi Adolfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
7. Fram fer kynning á fyrirhugaðri ráðstefnu sem Öldrunarráð Íslands heldur ásamt fleirum þann 16. mars n.k. í Ráðhúsi Reykjavíkur undir yfirskriftinni Aldrei of seint – heilsuefling eldri aldurshópa.
8. Fram fer kynning á greiningu sem var unnin á vegum félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands fyrir velferðarsvið Reykjavíkurborgar, velferðarráðuneytið og Landssamband eldri borgara á högum og líðan eldri borgara á Íslandi árið 2016.
Fundi slitið kl. 11.18
Guðrún Ágústsdóttir
Hrafn Magnússon Þórunn Sveinbjörnsdóttir
Sveinn Grétar Jónsson