Öldungaráð - Fundur nr. 16

Öldungaráð

Ár 2016, mánudaginn 7. nóvember, var haldinn 16. fundur öldungaráðs Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10:07. Fundinn sátu Guðrún Ágústsdóttir, Þórunn Sveinbjörnsdóttir, Helga Kristín Hjörvar, Ingólfur Antonsson, Hrafn Magnússon, Berglind Magnúsdóttir og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Fram fer umræða um drög að reglum um þjónustuíbúðir. Jóna Guðný Eyjólfsdóttur deildarstjóri húsnæðis- og búsetumála velferðarsviðs tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Öldungaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

Öldungarráðið lýsir yfir ánægju yfir þeim breytingum sem verið er að gera í því skyni að fleiri geti nýtt sér þá þjónustu sem er í boði.

2. Fram fer kynning á niðurstöðum rannsóknar; Framlag eldri borgara til samfélagsins. Ingibjörg Harðardóttir dósent við menntavísindasvið Háskóla Íslands tekur sæti á fundinum undir þessum lið og kynnir.

3. Tæknilausnir í þjónustu við aldraða.

Frestað.

4. Fram fer umræða um opinn fund öldungaráðs og borgarstjórnar sem haldinn var 17. október sl.

5. Fram fer umræða um starf ráðsins framundan. Næsti fundur ráðsins verður í byrjun janúar. Farið verður í vettvangsferð á Sléttuveg í desember. Formaður sagði frá stöðu verkefnisins Aldursvænar borgir.

Fundi slitið kl. 11:30

Guðrún Ágústsdóttir

Hrafn Magnússon Þórunn Sveinbjörnsdóttir

Ingólfur Antonsson