Öldungaráð - Fundur nr. 15

Öldungaráð

Ár 2016, mánudaginn 10. október var haldinn 15. fundur öldungaráðs Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10.00. Fundinn sátu Guðrún Ágústsdóttir, Þórunn Sveinbjörnsdóttir, Kjartan Magnússon, Ingólfur Antonsson, Hrafn Magnússon, Berglind Magnúsdóttir og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Fram fer umræða um stöðu eldra fólks af erlendum uppruna í Reykjavík.

Samþykkt að kalla eftir tölfræði yfir þá sem koma til Reykjavíkurborgar í fjölskyldusameiningu.

Edda Ólafsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

2. Lögð fram lokadrög að dagskrá opins fundar borgarstjórnar og öldungaráðs sem haldinn verður 17. október 2016.

Samþykkt.

3. Fram fer umræða um vettvangsferð öldungaráðs í Sóltún sem farin var þann 7. september s.l.

4. Fram fer umræða um dagskrá öldungaráðs framundan. Næsti fundur ráðsins verður haldinn mánudaginn 7. nóvember og verður varamönnum boðið á þann fund.

Fundi slitið kl. 11.25

Guðrún Ágústsdóttir

Hrafn Magnússon Þórunn Sveinbjarnardóttir

Ingólfur Antonsson Kjartan Magnússon